Nætur

Ísfell hannar og framleiðir hágæða nætur til loðnu-, síldar- og makrílveiða.
Með áratuga reynslu í hönnun og handbragði er veiðarfærið sérsniðið að
hverjum notanda til að standast ýtrustu kröfur.


Við framleiðslu eru notuð bestu fáanlegu efni hverju sinni frá framleiðendum í
fremstu röð eins og King-Chou og Garware.


Starfstöð fyrirtækisins í Vestmannaeyjum sérhæfir sig í uppsetningum og
viðgerðum á nótum, þar sem gildi okkar eru: Þekking – Þjónusta – Gæði

Flottroll

Ísfell framleiðir flottroll fyrir loðnu, síld, makríl og kolmunna. Við framleiðsluna er aðeins notað hágæða hráefni frá þekktum framleiðendum.

Trollin eru hönnuð af starfsfólki okkar sem hefur áratuga reynslu af uppsetningum og meðhöndlun veiðarfæra. Trollin eru hönnuð með það fyrir augum að hámarka veiðigetu, vera létt í drætti, sterkbyggð, auðveld í notkun og endingargóð. Flottrollin eru klæðskerasniðin fyrir hvert skip eftir vélastærð og togkrafti.

Í vöruþróunarferli fyrirtækisins er notast við tölvuhermun og prófanir í straumtanki til að ná fram þeim eiginleikum veiðarfæranna sem til er ætlast. Í þessu ferli er öflugt samstarf við notendur veiðarfæranna gríðarlega mikilvægur þáttur í nýsköpun og stuðlar að stöðugum umbótum hjá Ísfelli.

Púllarar og talíur

Ísfell býður upp á rafmagnstalíur og brúkrana í hæsta gæðaflokki frá vörumerkjum, STAHL og Yale, þar sem öryggi og góð ending eru höfð að leiðarljósi.

Rafmagnskeðjutalíur og brúkranar eru sérpantaðar eftir óskum hvers og eins, nánari upplýsingar veita sölumenn.

Fyrirbyggjandi öryggi

Reglubundið eftirlit með hífi- og fallvarnarbúnaði er mikilvægt. Reynslan sýnir að þegar mistök eða slys eiga sér stað þá er það annaðhvort vegna þess að rétt vinnubrögð eru ekki viðhöfð eða þá að búnaður er úr sér genginn, slitinn eða hefur orðið fyrir hnjaski og ekki verið skipt út eða lagfærður.

Meðal nýjunga í starfsemi Ísfell er að bjóða upp á stutt og hnitmiðuð námskeið í meðferð og umgengni hífi- og fallvarnabúnaðar. Tilgangur með þessum námskeiðum er að auka þekkingu starfsmanna á öryggisþáttum varðandi hífingar og fallvarnir, til að fækka slysum og lágmarka tjón sem getur orðið á vörum og búnaði.

Botntroll

Ísfell er leiðandi í hönnun, þróun og framleiðslu á botnveiðarfærum. Fyrirtækið býður upp á botntroll sem eru sérsniðin að þörfum hvers og eins, fyrir ólíkar aðstæður og fisktegundir. Botntrollin eru hönnuð í öllum stærðum og gerðum hvort sem er fyrir eins, tveggja eða þriggja trolla veiðar.


Lögð er rík áhersla á að mótstaða veiðarfærisins sé sem minnst þannig að þau séu létt í drætti og veiðihæfni sé góð.


Efnisval í veiðarfærin er stór þáttur í því að ná góðum árangri. Á síðustu árum hafa verið að koma ný og betri efni sem hafa skilað sér í enn betri árangri og endingu sem lágmarkar viðhaldskostnað. Í vöruþróunarferli fyrirtækisins er notast við tölvuhermun og prófanir í straumtanki til að ná fram þeim eiginleikum veiðarfæranna sem til er ætlast. Í þessu ferli er öflugt samstarf við notendur veiðarfærana gríðarlega mikilvægur þáttur í nýsköpun og stuðlar að stöðugum umbótum í Ísfelli

Gæði í fyrirrúmi

Þjónusta fyrirtækisins markast helst af góðu úrvali af gæðavörum, áreiðanleika gagnvart viðskiptavinum og frábæru starfsfólki með víðtæka þekkingu á rekstrarvörum og öryggismálum sjómanna. Ísfell er með margar gerðir bindivéla bæði fyrir stál- og plastborða. Í boði eru handbindivélar (hand- , loft- og rafmagnsvirkar) sem hentar fyrir minni notkun. Einnig eru í boði hálf- og alsjálfvirkar bindivélar sem henta vel fyrir meiri notkun og við margskonar aðstæður. Einnig erum við með brettavafningsvélar fyrir plastfilmur.

Rækjutroll

Ísfell hefur verið leiðandi í hönnun og uppsetningu á rækjutrollum. Trollin eru sett upp úr besta fáanlega hráefni, hönnuð í samvinnu við skipstjóra og aðlöguð að viðkomandi skipi miðað við vélarstærð og spilbúnað, eins og lengd og þyngd á rockhopperlengju.
Rækjutroll frá Ísfelli eru notuð við Nýfundnaland, á Íslandsmiðum, í Barents-hafi og við Noreg af skipum frá Íslandi, Rússlandi, Þýskalandi, Noregi, Eistlandi, Lettlandi, Færeyjum og Kanada.
Í rækjuveiðum er lágmarkið fyrir möskvastærð 45 mm í vængjum vörpunnar og miðneti en 36 mm í pokanum. Ísfell býður “Ultra Cross” hnútalausa Dyneema netið frá Net Systems, sem hefur reynst frábærlega í rækjutrollum. Í belginn er 1,1mm 42-50mm möskvi mest notaður.