Fyrirtækið

Ísfell er leiðandi fyrirtæki í þróun, framleiðslu og þjónustu á veiðarfærum. Einnig sérhæfir fyrirtækið sig í fiskeldisþjónustu og hífi- og fallvarnarlausnum. Ísfell vinnur eftir ýtrustu kröfum um gæði og góða þjónustu

Höfuðstöðvar ásamt aðallager fyrir allar starfstöðvar fyrirtækisins á Íslandi eru að Óseyrarbraut 28 í Hafnarfirði. Fyrirtækið rekur 8 þjónustu- og framleiðslueiningar um land allt: Akureyri, Hafnarfirði, Húsavík, Ólafsfirði, Patreksfirði, Sauðárkróki, Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn.

Þjónusta Ísfells einkennist af framúrskarandi starfsfólki með víðtæka reynslu og sérhæfða þekkingu, áreiðanleika í viðskiptum og sölu á úrvali af útgerðar- og fiskeldisvörum, björgunarvörum, bindivörum og ýmsum rekstrarvörum.