Þekking og þjónusta

Ísfell er leiðandi fyrirtæki á sviði veiðarfæraþjónustu og sölu á útgerðarvörum, björgunarvörum, bindivörum, hífilausnum og ýmsum rekstrarvörum

Við vinnum eftir ítrustu kröfum um gæði og góða þjónustu

Fyrirtækið starfrækir heildsölu með þessar vörur í höfuðstöðvum sínum að Óseyrarbraut 28 í Hafnafirði. Að auki rekur Ísfell netaverkstæði í Hafnafirði og Þorlákshöfn, á Sauðárkróki, Húsavík, Akureyri, Ólafsfirði og í Vestmannaeyjum. Kjarnastarfsemi stöðvanna er þróun, uppsetning og viðhald  fullbúinna veiðarfæra. Lögð er mikil áhersla á þjónustu í heimabyggð og samdægurs afgreiðslu á vöruúrvali Ísfells.

Þjónusta fyrirtækisins markast helst af góðu úrvali af gæðavörum, áreiðanleika gagnvart viðskipavinum og frábæru starfsfólki með víðtæka þekkingu á sviði veiðarfæra, rekstrarvara og öryggismála sjómanna. Það er ætlun stjórnenda og starfsfólks að standa undir nafni sem eitt af öflugustu vöruhúsum sjávarútvegsins á Íslandi.

Höfuðstöðvar Ísfells, skrifstofur og söludeild, ásamt aðallager fyrir allar starfstöðvar fyrirtækisins hérlendis eru að Óseyrarbraut 28, Hafnafirði. Þar er boðið upp á útgerðarvörur hvort sem er vörur til togveiða, netaveiða, línu- og krókaveiða, dragnótaveiða eða nótaveiða. Einnig vörur fyrir hífi- og festingabúnað, ýmsar rekstrarvörur og allar björgunarvörur.