Þjónusta

Framúrskarandi þjónusta

Þjónusta fyrirtækisins markast af góðu úrvali af gæðavörum, áreiðanleika gagnvart viðskiptavinum og framúrskarandi hópi starfsfólks með víðtæka þekkingu.

Ráðgjöf og skoðanir

LEEA vottaðir starfsmenn Ísfells bjóða ráðgjöf og reglubundnar skoðanir á hífi- og fallvarnarbúnaði fyrirtækja. Einnig sjá starfsmenn Ísfells um hönnun og samsetningu hífibúnaðar og fallvarnarkerfa.

Ísfell hefur verið aðili að LEEA (Lifting Equipment Engineers Association) frá árinu 2010 sem veitir alþjóðlega vottun sem tryggir að Ísfell má taka út hífibúnað hvar sem er í heiminum.

Rafræn námskeið

Ísfell býður upp á rafræn grunnnámskeið í notkun og meðferð hífi- og fallvarnarbúnaðar. Markmið námskeiðsins er að minnka slysahættu á vinnustað og stuðla að góðri meðhöndlun á búnaði þannig að ending verði sem lengst.

Við stöndumst kröfurnar

Til að öðlast vottun hjá LEEA hefur Ísfell sýnt fram á að fyrirtækið vinnur eftir ýtrustu stöðlum fyrir hífibúnað. Starfsmenn fyrirtækisins sækja regluleg námskeið hjá LEEA og sýna fram á kunnáttu sína með skriflegum prófum. LEEA framkvæmir reglulegar úttektir á starfsemi Ísfells og gætir þess að ýtrustu stöðlum sé fylgt eftir.

Ísfell selur eingöngu búnað frá viðurkenndum framleiðendum og annast heildarþjónustu, skoðun og reglubundið eftirlit með honum. Starfsmenn Ísfells hafa áralanga reynslu af hífi- og fallvarnabúnaði og nota sérsniðin hugbúnað til að tryggja rekjanleika og gæði.

Getum við aðstoðað?

Egill Kári Helgason

Skoðunarmaður hífi- og fallvarnarbúnaðar

Gunnar Halldór Gunnarsson

Skoðunar- og sölumaður hífi og fallvarnarbúnaðar

Hjörtur Cýruson

Sölustjóri - Hífibúnaðar, öryggis- og rekstrarvara

Ingimar Halldórsson

Tæknistjóri - Hífibúnaðar, öryggis- og rekstrarvara

Jón Matthías Helgason

Skoðunarmaður hífi- og fallvarnarbúnaðar

Þorvaldur Sigurðsson

Rekstrarstjóri - Þjónustustöð