Þekking og þjónusta

Ísfell er leiðandi fyrirtæki á sviði veiðarfæraþjónustu og sölu á útgerðarvörum, björgunarvörum, bindivörum, hífilausnum og ýmsum rekstrarvörum

OPNUNARTÍMAR:

mán-fim: 08-17
fös: 08-15 (Ath. breyttur opnunartími)

Sími 5 200 500

Ísfell hefur verið með námskeið í fallvörnum til fjölda ára. Í boði er að taka námskeiðið rafrænt í gegnum heimasíðu fyrirtækisins, á þeim hraða sem hentar hverjum og einum.

Námskeiðið er í þremur hlutum og eftir hvern hluta koma spurningar þar sem þátttakandi þarf að ná 80% árangri til að halda áfram í næsta hluta. Að loknu námskeiði og eftir að hafa sýnt fram á þekkingu sína á efninu, gefur Ísfell út viðurkenningarskírteini.

Með aukinni öryggismenningu er algengt að fyrirtæki geri kröfu um að starfsmenn hafi þekkingu á fallvörnum og fallvarnarbúnaði. Námskeið þar að lútandi minnka líkur á slysahættu og með réttri meðhöndlun eykst ending búnaðar.

Skráning á námskeið fer fram á heimasíðu okkar. 

Á annan áratug höfum við hjá Ísfelli boðið upp á námskeið í notkun og meðferð hífibúnaðar. Þau námskeið hafa verið þeim annmörkum háð að við höfum þurft ákveðin fjölda til að það svaraði kostnaði fyrir báða aðila að setja upp námskeið. Nú bjóðum við upp á þá nýjung að þeir sem áhuga hafa á að taka þetta námskeið hjá okkur geta gert það í gegnum heimasíðu okkar og á þeim hraða sem hentar hverjum og einum. Að loknu námskeiði og eftir að hafa sýnt fram á sína þekkingu á námsefninu gefum við hjá Ísfelli út viðurkenningarskírtein um viðkomandi hafi tekið þetta námskeið hjá okkur með fullnægjandi árangri.

Með aukinni öryggismenningu er það orðið sífellt algengara að fyrirtæki sendi sína starfsmenn á slík námskeið sem og er krafa margra fyrirtækja að ef starfsmenn sem eru að vinna með hífibúnað hafa þá þekkingu sem þarf til. Sérstaklega er það gert til að minnka slysahættu en ekki síður að meðhöndlun búnaðar sé slík að ending hans verði sem lengst.

Skráning á námskeið fer fram á heimasíðu okkar

Netnámskeið

Regatta framleiðir vatns- og vindheldan hlíðarfatnað úr PVC húðuðu polyester efni. Þessi sjófatnaður var unnin í nánu samstarfi við norska sjómenn og þá sérstaklega með tillit til þess að þægilegt væri að klæðast sem og vinna í fatnaðinum. Allir búningarnir henta sem frístunda- og atvinnubúningar sem og fyrir ferðaþjónustu og eru með viðurkenningu frá Samgöngustofu.

Ísfell er eitt af leiðandi fyrirtækjum í framleiðslu og hönnun botnveiðarfæra.

Við bjóðum botntroll sem eru sérsniðin þörfum hvers og eins fyrir ólíkar aðstæður og fisk tegundir. Botntrollin eru hönnuð í öllum stærðum og gerðum hvort sem er fyrir eins, tveggja eða þriggja trolla veiðar. 

Botntroll Ísfells eru notuð við ólíkar aðstæður við Ísland, Grænland, Noreg, Barentshaf Canada, Nýfundnaland og Labrador.

Ísfell leggur áherslu á vöruþróun með áratuga reynslu starfsmanna, tölvu-hermun og neðansjávar myndatökum.

Okkar markmið er að þróa veiðarfæri með:

  • Góða veiðihæfni
  • Að lámarka mótstöðu og sé létt í drætti
  • Að viðhaldskostnaður sé í lágmarki
 

Nánari upplýsingar um botntroll hjá sölumönnum

Fréttir

Breyttur opnunartími

Frá og með 15/1 2021 verður opnunartími á föstudögum frá 8-15 Opnunartími mánudaga – fimmtudaga verður óbreyttur frá 8-17

Lesa

Fókus á Botntroll

Tankferð Ísfells verður haldin í tilraunatank Norðursjávar miðstöðvarinnar í Hirtshals 20-23 Nóv. Aðalmarkmið ferðarinnar er að gera prófanir á botntrollum af ýmsum gerðum og stærðum. Einnig verða toghlerar frá Rock í Færeyjum prófaðir ásamt Garware

Lesa