Hönnun, þróun og framleiðsla

Hönnun, þróun og framleiðsla

Ísfell leggur mikla áherslu á vöruþróun og hefur fyrirtækið verið leiðandi í hönnun, þróun og sölu á veiðarfærum í yfir þrjá áratugi, ásamt sölu á útgerðar-, fiskeldis-, björgunar-, bindivörum, hífilausnum og ýmsum rekstrarvörum. Í vöruþróun fyrirtækisins er lögð áhersla á að vera í góðum samskiptum við birgja, útgerðir, sjómenn og viðskiptavini, til að heyra þeirra kröfur og væntingar. Í vöruþróuninni er horft til þeirra umhverfis- og öryggisviðmiða sem eru í gildi hverju sinni. Starfsmenn Ísfells hjálpa síðan viðskiptavinum fyrirtækisins að ná árangri með því að veita framúrskarandi þjónustu og lausnir sem sérsniðnar eru að þörfum og væntingum viðskiptavina.

Hönnun og þróun á veiðarfærum og í fiskeldi

Ísfell hannar og þróar veiðarfæri sem framleidd eru miðað við nýjustu tækni. Við hönnun eru líkanaprófanir framkvæmdar til að tryggja að fullunnin vara komi í þeim gæðum sem viðskiptavinir óska eftir.

Ísfell er í nánu samstarfi við Selstad AS í Noregi þegar kemur að fiskeldi. Í samstarfi við Selstad, hannar og selur Ísfell allar gerðir fiskeldispoka, fuglaneta og kastnætur að óskum og þörfum kaupanda. Vörur frá Ísfelli og birgjum uppfylla staðalinn NS9415 sem lagður er á fiskeldisframleiðendur.