VeiðarÞjónusta

Þjónusta

Ísfell er leiðandi þegar kemur að hönnun og þróun á veiðarfærum, veiðarfæraþjónustu og sölu á útgerðar- og björgunarvörum, hífilausnum og ýmsum rekstrarvörum. Áhersla er lögð á þjónustu í heimabyggð á vöruúrvali fyrirtækisins.

Framúrskarandi þjónusta

Þjónusta fyrirtækisins markast af góðu úrvali af gæðavörum, áreiðanleika gagnvart viðskiptavinum og framúrskarandi hópi starfsfólks með víðtæka þekkingu.

Hönnun, þróun og framleiðsla

Ísfell leggur mikla áherslu á vöruþróun og hefur fyrirtækið verið leiðandi í hönnun, þróun og sölu á veiðarfærum í yfir þrjá áratugi, ásamt sölu á útgerðar-, fiskeldis-, björgunar-, bindivörum, hífilausnum og ýmsum rekstrarvörum. Í vöruþróun fyrirtækisins er lögð áhersla á að vera í góðum samskiptum við birgja, útgerðir, sjómenn og viðskiptavini, til að heyra þeirra kröfur og væntingar. Í vöruþróuninni er horft til þeirra umhverfis- og öryggisviðmiða sem eru í gildi hverju sinni. Starfsmenn Ísfells hjálpa síðan viðskiptavinum fyrirtækisins að ná árangri með því að veita framúrskarandi þjónustu og lausnir sem sérsniðnar eru að þörfum og væntingum viðskiptavina.

Hönnun og þróun Ísfells á veiðarfærum er miðuð við nýjustu tækni. Líkanaprófanir framkvæmdar til að tryggja að fullunnin vara komi í þeim gæðum sem viðskiptavinir óska eftir.

Viðhald og viðgerðir

Starfsmenn á þjónustustöðvum Ísfells yfirfara, lagfæra og breyta veiðarfærum eftir þörfum viðskiptavina.

Þjónustustöðvar Ísfells eru staðsettar á eftirfarandi stöðum í kringum landið:

Vörulager

Ísfell er með breytt vöruúrval á lager. Hægt er að fá þær sérsniðnar að þörfum hver og eins viðskiptavinar.

Á vörulager Ísfells má finna:

Víraþjónusta

Ísfell starfrækir víraþjónustu á starfstöðvum sínum í kringum landið. Verkstæðin eru vel að tækjum búin til að takast á við fjölbreytt verkefni.

Verkstæðin eru staðsett á eftirfarandi stöðum í kringum landið:

Togvírar

Ísfell selur Bridon-Bekaert togvíra sem erum þekktustu togvírar í sjávarútveginum um allan heim, ásamt því að selja snurpuvír, kranavír, vinnsluvír o.fl.

Kostir togvíranna eru:

  • Hámarks slitþol
  • Hámarks núningsþol
  • Aukin styrkur til að koma í veg fyrir að vír myljist við notkun
  • Nákvæmt og þétt þvermál
  • Lágmarks viðhaldskostnaður

Vírastrekkingaþjónusta

Ísfell býður upp vírastrekkingu þar sem togvírum er spólað af strekkispili á vindur skipsins undir jöfnu átaki. Strekking og röðun togvírs undir réttu átaki getur aukið endingartíma vírsins. Strekking á togvír hefur einnig sýnt fram á umtalsverðan tímasparnað þar sem vírinn er strekktur um borð við bestu mögulegu aðstæður.  

Vírastrekkingarvél Ísfells er færanleg og er hægt að vinna með vírsverleika upp í 40 mm.

Rockhopper

Ísfell bíður uppá sérsniðnar lausnir í hönnun og samsetningu á rockhopper lengjum og fótreipum undir allar gerðir botnveiðarfæra frá 4“ upp 32“ í þvermáli.

Endurvinnsla á veiðarfærum

Ísfell skuldbindur sig til þess að lágmarka umhverfisáhrif í starfsemi sinni. Fyrirtækið reynir eftir fremsta megni að skilja eftir sem minnst fótspor í fjörum og sjó til þess að huga að umhverfinu fyrir komandi kynslóðir. Sem liður í þessu tekur Ísfell á móti notuðum veiðarfærum frá viðskiptavinum sínum og tryggir að endurvinnanlegt efni sé sent til endurvinnslu.

Þjónustustöðvar Ísfells eru staðsettar á eftirfarandi stöðum í kringum landið:

Vöruflutningar

Ísfell bíður upp á flutningarþjónustu í góðu samstarfi við flutningsaðila.

Getum við aðstoðað?

Birkir Agnarsson

Rekstrarstjóri - Þjónustustöð

Einar Sævarsson

Sölustjóri - Lína, beita og net

Grétar Björnsson

Rekstrarstjóri - Þjónustustöð

Gunnar Þorsteinsson

Sölumaður - Lína, beita og net

Jónas Logi Sigurbjörnsson

Rekstrarstjóri - Þjónustustöð

Kári Páll Jónasson

Rekstrarstjóri - Þjónustustöð

Kristján Hauksson

Rekstrarstjóri - Þjónustustöð

Oddgeir Oddgeirsson

Rekstrarstjóri - Þjónustustöð

Þorvaldur Sigurðsson

Rekstrarstjóri - Þjónustustöð