Ísfell er leiðandi fyrirtæki í sölu, þjónustu og hönnun á veiðarfærum. Þjónusta fyrirtækisins markast helst af góðu úrvali af gæðavörum, áreiðanleika gagnvart viðskiptavinum og frammúrskarandi starfsfólki með víðtæka þekkingu á sjávarútvegi. Markmið fyrirtækisins er að vera leiðandi í hönnun, þróun og framleiðslu veiðarfæra ásamt því að bjóða fjölbreytt vöruúrval og sérhönnuð veiðarfæri.
Þjónusta
SKOÐALínu-, neta- og handfæraveiðar
Ísfell er í fremstu röð fyrirtækja sem útvega veiðarfæri fyrir línu-, neta- og handfæraveiðar. Fyrirtækið býður ekki aðeins upp á viðamikið úrval slíkra veiðarfæra heldur sérhæfir Ísfell sig jafnframt í hvers kyns stoðbúnaði sem stuðlar að því að veiðarnar verði sem árangursríkastar og hagkvæmastar. Ísfell býður upp á þjónustu í fremstu röð sem tryggir að veiðarfærin nýtist og endist sem best.
SKOÐANætur
Ísfell hannar og framleiðir hágæða nætur til loðnu-, síldar- og makrílveiða. Með áratuga reynslu í hönnun og handbragði er veiðarfærið sérsniðið að hverjum notanda til að standast ýtrustu kröfur. Við framleiðslu eru notuð bestu fáanlegu efni hverju sinni frá framleiðendum í fremstu röð eins og King-Chou og Garware. Starfstöð fyrirtækisins í Vestmannaeyjum sérhæfir sig í uppsetningum og viðgerðum á nótum, þar sem gildi okkar eru: Þekking - Þjónusta - Gæði
Flottroll
Ísfell framleiðir flottroll fyrir loðnu, síld, makríl og kolmunna. Við framleiðsluna er aðeins notað hágæða hráefni frá þekktum framleiðendum. Trollin eru hönnuð af starfsfólki okkar sem hefur áratuga reynslu af uppsetningum og meðhöndlun veiðarfæra. Trollin eru hönnuð með það fyrir augum að hámarka veiðigetu, vera létt í drætti, sterkbyggð, auðveld í notkun og endingargóð. Flottrollin eru klæðskerasniðin fyrir hvert skip eftir vélastærð og togkrafti. Í vöruþróunarferli fyrirtækisins er notast við tölvuhermun og prófanir í straumtanki til að ná fram þeim eiginleikum veiðarfæranna sem til er ætlast. Í þessu ferli er öflugt samstarf við notendur veiðarfæranna gríðarlega mikilvægur þáttur í nýsköpun og stuðlar að stöðugum umbótum hjá Ísfelli.
SKOÐABotntroll
Ísfell er leiðandi í hönnun, þróun og framleiðslu á botnveiðarfærum. Fyrirtækið býður upp á botntroll sem eru sérsniðin að þörfum hvers og eins, fyrir ólíkar aðstæður og fisktegundir. Botntrollin eru hönnuð í öllum stærðum og gerðum hvort sem er fyrir eins, tveggja eða þriggja trolla veiðar. Lögð er rík áhersla á að mótstaða veiðarfærisins sé sem minnst þannig að þau séu létt í drætti og veiðihæfni sé góð. Efnisval í veiðarfærin er stór þáttur í því að ná góðum árangri. Á síðustu árum hafa verið að koma ný og betri efni sem hafa skilað sér í enn betri árangri og endingu sem lágmarkar viðhaldskostnað. Í vöruþróunarferli fyrirtækisins er notast við tölvuhermun og prófanir í straumtanki til að ná fram þeim eiginleikum veiðarfæranna sem til er ætlast. Í þessu ferli er öflugt samstarf við notendur veiðarfærana gríðarlega mikilvægur þáttur í nýsköpun og stuðlar að stöðugum umbótum í Ísfelli
SKOÐARækjutroll
Ísfell hefur verið leiðandi í hönnun og uppsetningu á rækjutrollum. Trollin eru sett upp úr besta fáanlega hráefni, hönnuð í samvinnu við skipstjóra og aðlöguð að viðkomandi skipi miðað við vélarstærð og spilbúnað, eins og lengd og þyngd á rockhopperlengju.Rækjutroll frá Ísfelli eru notuð við Nýfundnaland, á Íslandsmiðum, í Barents-hafi og við Noreg af skipum...
SKOÐAVörulistar
Getum við aðstoðað?
Birkir Agnarsson
Rekstrarstjóri - Þjónustustöð
Einar Sævarsson
Sölustjóri - Lína, beita og net
Grétar Björnsson
Rekstrarstjóri - Þjónustustöð
Gunnar Þorsteinsson
Sölumaður - Lína, beita og net
Jónas Logi Sigurbjörnsson
Rekstrarstjóri - Þjónustustöð
Kári Páll Jónasson
Rekstrarstjóri - Þjónustustöð
Kristján Hauksson
Rekstrarstjóri - Þjónustustöð
Oddgeir Oddgeirsson
Rekstrarstjóri - Þjónustustöð
Þorvaldur Sigurðsson
Rekstrarstjóri - Þjónustustöð