Veiðar /

Botntroll

Ísfell er leiðandi í hönnun, þróun og framleiðslu á botnveiðarfærum. Fyrirtækið býður upp á botntroll sem eru sérsniðin að þörfum hvers og eins, fyrir ólíkar aðstæður og fisktegundir. Botntrollin eru hönnuð í öllum stærðum og gerðum hvort sem er fyrir eins, tveggja eða þriggja trolla veiðar.


Lögð er rík áhersla á að mótstaða veiðarfærisins sé sem minnst þannig að þau séu létt í drætti og veiðihæfni sé góð.


Efnisval í veiðarfærin er stór þáttur í því að ná góðum árangri. Á síðustu árum hafa verið að koma ný og betri efni sem hafa skilað sér í enn betri árangri og endingu sem lágmarkar viðhaldskostnað. Í vöruþróunarferli fyrirtækisins er notast við tölvuhermun og prófanir í straumtanki til að ná fram þeim eiginleikum veiðarfæranna sem til er ætlast. Í þessu ferli er öflugt samstarf við notendur veiðarfærana gríðarlega mikilvægur þáttur í nýsköpun og stuðlar að stöðugum umbótum í Ísfelli

Horfa á myndbandið