Veiðar /

Línu-, neta- og handfæraveiðar

Ísfell er í fremstu röð fyrirtækja sem útvega veiðarfæri fyrir línu-, neta- og handfæraveiðar. Fyrirtækið býður ekki aðeins upp á viðamikið úrval slíkra veiðarfæra heldur sérhæfir Ísfell sig jafnframt í hvers kyns stoðbúnaði sem stuðlar að því að veiðarnar verði sem árangursríkastar og hagkvæmastar. Ísfell býður upp á þjónustu í fremstu röð sem tryggir að veiðarfærin nýtist og endist sem best.

Ísfell býður upp á öfluga þjónustu og gott úrval af útgerðavörum.

• Fjölbreytt úrval af beitu.
• Ein- og fjölgirnisnet sem hentar til veiðar á þorski, ýsu, grálúðu, grásleppu og skötusel.
• Fellingu og afskurð af netum.
• Netniðurleggjara og netaspil. Fáanleg eins og tveggja mótora.
• Dragnótamanilla frá norska fyrirtækinu Selstad.
• Varahlutir fyrir línuveiðar til á lager.
• Úrval af blýteinum, flotteinum og netaslöngum.

Vörur og íhlutir fyrir línu-, neta- og handfæraveiðar.

Vinsamlegast hafið samband við sölufulltrúa Ísfells varðandi frekari upplýsingar um vörunar okkar.