Hífi- og fallvarnarbúnaður /

Fyrirbyggjandi öryggi

Reglubundið eftirlit með hífi- og fallvarnarbúnaði er mikilvægt. Reynslan sýnir að þegar mistök eða slys eiga sér stað þá er það annaðhvort vegna þess að rétt vinnubrögð eru ekki viðhöfð eða þá að búnaður er úr sér genginn, slitinn eða hefur orðið fyrir hnjaski og ekki verið skipt út eða lagfærður.

Meðal nýjunga í starfsemi Ísfell er að bjóða upp á stutt og hnitmiðuð námskeið í meðferð og umgengni hífi- og fallvarnabúnaðar. Tilgangur með þessum námskeiðum er að auka þekkingu starfsmanna á öryggisþáttum varðandi hífingar og fallvarnir, til að fækka slysum og lágmarka tjón sem getur orðið á vörum og búnaði.