Veiðar /

Flottroll

Ísfell framleiðir flottroll fyrir loðnu, síld, makríl og kolmunna. Við framleiðsluna er aðeins notað hágæða hráefni frá þekktum framleiðendum.

Trollin eru hönnuð af starfsfólki okkar sem hefur áratuga reynslu af uppsetningum og meðhöndlun veiðarfæra. Trollin eru hönnuð með það fyrir augum að hámarka veiðigetu, vera létt í drætti, sterkbyggð, auðveld í notkun og endingargóð. Flottrollin eru klæðskerasniðin fyrir hvert skip eftir vélastærð og togkrafti.

Í vöruþróunarferli fyrirtækisins er notast við tölvuhermun og prófanir í straumtanki til að ná fram þeim eiginleikum veiðarfæranna sem til er ætlast. Í þessu ferli er öflugt samstarf við notendur veiðarfæranna gríðarlega mikilvægur þáttur í nýsköpun og stuðlar að stöðugum umbótum hjá Ísfelli.