Lausnir fyrir fiskeldi

Ísfell býður upp á sjófestibúnað ásamt breiðu úrvali af tógi, lásum og öðrum íhlutum fyrir fiskeldi sem og sérhæfðum vörum fyrir kræklingaeldi.

Bjóðum úrvals viðurkennd net og tóg ásamt öðrum búnaði til notkunar í eldispoka, leggjum áherslu á gæði og finna góðar lausnir að þörfum viðskiptavinarins. 

Erum umboðsaðilar fyrir LiftUP AS og Polyform AS.

Flotkvíar og LiftUP

LiftUp hreinsunarkerfi fyrir botnfall og dauðfisk úr botni poka, þróað til að auðvelda og hraða losun í huga.

Búnaður stendur af botneiningu, barka og loftslöngu og aðskilnaðarkassa á bát sem er hluti af einingunni, loftpressa er notuð fyrir búnaðinn.

Nánari upplýsingar má finna hjá sölumönnum okkar í Hafnafirði.

Botnfestibúnaður

Ísfell á flestan botnfestibúnað til á vörulager. Sérvara er pöntuð eftir þörfum viðskiptavina frá Selstad A/S og fleiri birgjum. Selstad getur framkvæmt botngreiningu festinga ásamt því að bjóða upp á ráðgjöf fyrir val á búnaði hverju sinni, hluta eða heillt kerfi.

Teikningar og drög fyrir skipulagsstigið er að óskum og þörfum viðskiptavinar ásamt niðurstöðum úr staðarskýrslu. Allur botnfestibúnaður er vottaður samkvæmt NS9415. 

Gæði sem þú getur treyst

Þróun og prófanir í efnisvali skiptir miklu máli. Fyrirtæki sem framleiða fyrir hönd Ísfells uppfylla allar kröfur, reglur og staðla sem eru í gildi hverju sinni. Allir pokar eru upprunamerktir og vottaðir samkvæmt NS9415. Með pokunum fylgir notandahandbók ásamt greiningu á áhættu og stærðarflokki.

Skoðanir á hífibúnaði

Ísfell er sérhæft fyrirtæki varðandi hífi- og fallvarnarbúnað og hefur öll tilskilin leyfi til að skoða slíkan búnað eins og skylt er að gera a.m.k. einu sinni á ári hérlendis. Sérstakur hugbúnaður er til staðar til að tryggja rekjanleika skoðana og halda utan um stöðu búnaðar hjá viðskiptavinum.

Snjókeðjur

Ísfell er með umboð fyrir TRYGG snjókeðjur frá Noregi. Snjókeðjurnar henta fyrir allar gerðir bifreiða, vörubifreiða og dráttar- og vinnuvélar af öllum stærðum og gerðum. Starfsfólk Ísfells mun kappkosta að þjónusta viðskiptavini varðandi allt sem viðkemur snjókeðjunum frá TRYGG.

Vatns- og vindheldur hlífðarfatnaður

Ísfell selur vatns- og vindheldan fhlíðarfatnað frá Regatta úr PU húðuðu polyester efni þar sem allir saumar eru límdir að innanverðu. Flotfatnaðurinn var unnin í nánu samstarfi við norska sjómenn og var þá sérstaklega tekið tillit til þess að þægilegt væri að klæðast og vinna í fatnaðinum. Allir búningarnir henta sem frístunda- og atvinnubúningar sem og fyrir ferðaþjónustu. Búningarnir eru með viðurkenningu frá Samgöngustofu.

Línu-, neta- og handfæraveiðar

Ísfell er í fremstu röð fyrirtækja sem útvega veiðarfæri fyrir línu-, neta- og handfæraveiðar. Fyrirtækið býður ekki aðeins upp á viðamikið úrval slíkra veiðarfæra heldur sérhæfir Ísfell sig jafnframt í hvers kyns stoðbúnaði sem stuðlar að því að veiðarnar verði sem árangursríkastar og hagkvæmastar. Ísfell býður upp á þjónustu í fremstu röð sem tryggir að veiðarfærin nýtist og endist sem best.

Ísfell býður upp á öfluga þjónustu og gott úrval af útgerðavörum.

• Fjölbreytt úrval af beitu.
• Ein- og fjölgirnisnet sem hentar til veiðar á þorski, ýsu, grálúðu, grásleppu og skötusel.
• Fellingu og afskurð af netum.
• Netniðurleggjara og netaspil. Fáanleg eins og tveggja mótora.
• Dragnótamanilla frá norska fyrirtækinu Selstad.
• Varahlutir fyrir línuveiðar til á lager.
• Úrval af blýteinum, flotteinum og netaslöngum.

Vörur og íhlutir fyrir línu-, neta- og handfæraveiðar.

Vinsamlegast hafið samband við sölufulltrúa Ísfells varðandi frekari upplýsingar um vörunar okkar.

Nætur

Ísfell hannar og framleiðir hágæða nætur til loðnu-, síldar- og makrílveiða.
Með áratuga reynslu í hönnun og handbragði er veiðarfærið sérsniðið að
hverjum notanda til að standast ýtrustu kröfur.


Við framleiðslu eru notuð bestu fáanlegu efni hverju sinni frá framleiðendum í
fremstu röð eins og King-Chou og Garware.


Starfstöð fyrirtækisins í Vestmannaeyjum sérhæfir sig í uppsetningum og
viðgerðum á nótum, þar sem gildi okkar eru: Þekking – Þjónusta – Gæði

Flottroll

Ísfell framleiðir flottroll fyrir loðnu, síld, makríl og kolmunna. Við framleiðsluna er aðeins notað hágæða hráefni frá þekktum framleiðendum.

Trollin eru hönnuð af starfsfólki okkar sem hefur áratuga reynslu af uppsetningum og meðhöndlun veiðarfæra. Trollin eru hönnuð með það fyrir augum að hámarka veiðigetu, vera létt í drætti, sterkbyggð, auðveld í notkun og endingargóð. Flottrollin eru klæðskerasniðin fyrir hvert skip eftir vélastærð og togkrafti.

Í vöruþróunarferli fyrirtækisins er notast við tölvuhermun og prófanir í straumtanki til að ná fram þeim eiginleikum veiðarfæranna sem til er ætlast. Í þessu ferli er öflugt samstarf við notendur veiðarfæranna gríðarlega mikilvægur þáttur í nýsköpun og stuðlar að stöðugum umbótum hjá Ísfelli.