Veiðar
SKOÐA
Ísfell er leiðandi fyrirtæki í þróun, framleiðslu og þjónustu á veiðarfærum. Einnig sérhæfir fyrirtækið sig í fiskeldisþjónustu og hífi- og fallvarnarlausnum. Ísfell vinnur eftir ýtrustu kröfum um gæði og góða þjónustu.
Þjónusta Ísfells einkennist af framúrskarandi starfsfólki með víðtæka reynslu og sérhæfða þekkingu, áreiðanleika í viðskiptum og sölu á úrvali af útgerðar- og fiskeldisvörum, björgunarvörum, bindivörum og ýmsum rekstrarvörum.
Ísfell er í fremstu röð fyrirtækja sem útvega veiðarfæri fyrir línu-, neta- og handfæraveiðar. Fyrirtækið býður ekki aðeins upp á viðamikið úrval slíkra veiðarfæra heldur sérhæfir Ísfell sig jafnframt í hvers kyns stoðbúnaði sem stuðlar að því að veiðarnar verði sem árangursríkastar og hagkvæmastar. Ísfell býður upp á þjónustu í fremstu röð sem tryggir að veiðarfærin nýtist og endist sem best.
SKOÐAReglubundið eftirlit með hífi- og fallvarnarbúnaði er mikilvægt. Reynslan sýnir að þegar mistök eða slys eiga sér stað þá er það annaðhvort vegna þess að rétt vinnubrögð eru ekki viðhöfð eða þá að búnaður er úr sér genginn, slitinn eða hefur orðið fyrir hnjaski og ekki verið skipt út eða lagfærður. Meðal nýjunga í starfsemi Ísfell er að bjóða upp á stutt og hnitmiðuð námskeið í meðferð og umgengni hífi- og fallvarnabúnaðar. Tilgangur með þessum námskeiðum er að auka þekkingu starfsmanna á öryggisþáttum varðandi hífingar og fallvarnir, til að fækka slysum og lágmarka tjón sem getur orðið á vörum og búnaði.
520 0575
Óseyrarbraut 24
520 0570
Kleifarbryggja 4-6
520 0560
Lágeyri 1
520 0565
Pálsbergsgötu 1
520 0555
Suðurgarði 2
825 2106
Vatneyri
520 0500
Óseyrarbraut 28
520 0550
Hjalteyrargötu 4