Hífi- og fallvarnarbúnaður
Ísfell er eina fyrirtækið á Íslandi sem er meðlimur að LEEA (Lifting Equipment Engineers Association). LEEA eru alþjóðasamtök lyftitæknigreina, sem starfa á heimsvísu og eru leiðandi samtök hvað varðar alla starfsemi fyrirtækja sem nota og framleiða hífíbúnað. Ísfell sérhæfir sig í sölu á hífi- og fallvarnarbúnað og hefur leyfi til þess að skoða búnað sem skylt er að gera a.m.k. einu sinni á ári.
Hífi- og fallvarnarlausnir
Þjónusta
SKOÐAVörur og íhlutir
Ísfell með alþjóðlega vottun frá LEEA
Ísfell er eina fyrirtækið á Íslandi sem er meðlimur að LEEA (Lifting Equipment Association). LEEA eru alþjóðleg samtök aðila sem koma á einhvern hátt að hífingar- og lyftibúnaði. Innan samtakanna eru hönnuðir, framleiðendur, söluaðilar og skoðunar- og viðgerðaraðilar á slíkum búnaði. Frá stofnun samtakanna fyrir hartnær 7 áratugum hefur LEEA verið í lykilhlutverki í þjálfun...
SKOÐASkoðanir á hífibúnaði
Ísfell er sérhæft fyrirtæki varðandi hífi- og fallvarnarbúnað og hefur öll tilskilin leyfi til að skoða slíkan búnað eins og skylt er að gera a.m.k. einu sinni á ári hérlendis. Sérstakur hugbúnaður er til staðar til að tryggja rekjanleika skoðana og halda utan um stöðu búnaðar hjá viðskiptavinum.
Púllarar og talíur
Við hjá Ísfell bjóðum upp á krana og talíur í hæsta gæðaflokki frá vörumerkjum eins og STAHL og Yale, þar sem öryggi og góð ending eru höfð að leiðarljósi. Í vörulistanum okkar er að finna ítarlegar upplýsingar um púllara í töflu sem sýnir leyfilegt vinnuálag og hífilengd í metrum og þyngd.
Fyrirbyggjandi öryggi
Reglubundið eftirlit með hífi- og fallvarnarbúnaði er mikilvægt. Reynslan sýnir að þegar mistök eða slys eiga sér stað þá er það annaðhvort vegna þess að rétt vinnubrögð eru ekki viðhöfð eða þá að búnaður er úr sér genginn, slitinn eða hefur orðið fyrir hnjaski og ekki verið skipt út eða lagfærður. Meðal nýjunga í starfsemi Ísfell er að bjóða upp á stutt og hnitmiðuð námskeið í meðferð og umgengni hífi- og fallvarnabúnaðar. Tilgangur með þessum námskeiðum er að auka þekkingu starfsmanna á öryggisþáttum varðandi hífingar og fallvarnir, til að fækka slysum og lágmarka tjón sem getur orðið á vörum og búnaði.
Vörulistar
Getum við aðstoðað?
Egill Kári Helgason
Skoðunarmaður hífi- og fallvarnarbúnaðar
Gunnar Halldór Gunnarsson
Skoðunar- og sölumaður hífi og fallvarnarbúnaðar
Hjörtur Cýruson
Sölustjóri - Hífibúnaðar, öryggis- og rekstrarvara
Ingimar Halldórsson
Tæknistjóri - Hífibúnaðar, öryggis- og rekstrarvara
Jón Matthías Helgason
Skoðunarmaður hífi- og fallvarnarbúnaðar
Þorvaldur Sigurðsson
Rekstrarstjóri - Þjónustustöð