Hífibúnaður

Ísfell býður upp á hífibúnað frá þekktum framleiðendum: Green Pin, Pewag, Crosby, OX, Plum Alti og Yale. Birgjarnir hafa áratuga reynslu við framleiðslu á hífibúnaði sem uppfylla allar ströngustu öryggiskröfur. Einnig hafa starfsmenn Ísfells áralanga reynslu og þekkingu á þeim kröfum sem gerðar eru til þess varnings sem notaður er.

Sérfræðingarnir okkar eru ávalt til staðar til að aðstoða ykkur varðandi að finna réttu lausnirnar.

Ísfell hefur verið aðili að LEEA (Lifting Equipment Engineer Association) frá árinu 2010 sem veitir alþjóðlega vottun sem tryggir að starfsmenn Ísfells mega taka út hífibúnað hvar sem er í heiminum. Til að öðlast vottun hjá LEEA hefur Ísfell sýnt fram á að fyrirtækið vinnur eftir ýtrustu stöðlum fyrir hífibúnað. Starfsmenn fyrirtækisins sækja reglulega námskeið hjá LEEA og sýna fram á kunnáttu sína með skriflegum prófum.

Ísfell selur eingöngu búnað frá viðurkenndum framleiðendum og annast heildarþjónustu, skoðun og reglubundnu eftirliti með honum. Nota starfsmenn Ísfells sérsniðin hugbúnað til að tryggja rekjanleika og gæði.