Hífi- og fallvarnarbúnaðurNotkunarleiðbeiningar fyrir fallvarnarbúnað

Notkunarleiðbeiningar fyrir fallvarnarbúnað

Í grófum dráttum er hægt að skipta fallvarnarbúnaði í tvo flokka eftir því á hvern hátt hugsunin er að tryggja sig gegn falli. Í fyrsta lagi að tryggja sig á þann hátt að ef til falls kemur, þá falla menn á þær tengitaugar sem þeir eru tengdir í og í þau fallvarnabelti sem viðkomandi klæðist. Í öðru lagi á þann hátt að takmarka vinnuradíus þannig að tengitaugar komi í veg fyrir að viðkomandi komist í frjálst fall, þ.e. áður en fallið er fram af brún hefur búnaðurinn stöðvað viðkomandi og hindrað að fall eigi sér stað. Seinni kosturinn, sá að takmarka vinnuradíus, er sú trygging sem leitast er við af fremsta megni að nota, því falla í fallvarnarbelti hefur oft alvarlegar afleiðingar í för með sér þrátt fyrir að sjaldgæft sé að slys séu varanleg þá er vissulega töluverð hætta á því að slasast við það að lenda í frjálsu falli í fallvarnarbelti. Aftur á móti ef tryggingar eru valdar á þann hátt að búnaðurinn stöðvi viðkomandi áður en hann fellur fram af brún eru töluverðar líkur á því að komast hjá því að slasa sig. Hafa skal í huga að mun erfiðara er að tryggja sig gegn falli í lægri hæðum heldur en hærri, Því allur fallvarnabúnaður gerir ráð fyrir að, ef fallið er fram af brún, þá þarf ákveðið rými (fallrými) fyrir neðan viðkomandi til að falla í. Sú staðreynd er þess valdandi að ef unnið er í lágum hæðum, 2 til 4 metrum, er enn meira áríðandi að takmarka vinnu-radíus á þann hátt að ekki sé hægt að stíga eða lenda fram af brún. Töluverð hætta skapast þá á því að viðkomandi lendi af fullum þunga á gólfi eða jörðu án þess að nokkuð af þeim fallvarnarbúnaði sem viðkomandi er tengdur við sé farin að virka og taka fallið af honum.

Ísfell býður fjölbreytt og gott úrval af fallvarnarbúnaði og erum með á lager, fallvarnarbelti, tengitaugar (bæði takmarkandi sem og með höggdeyfum), karabínur, fallvarnarblakkir og minni fallvarnarkerfi. Getum útvegað, í samstarfi við viðskiptavini og birgja, stærri fallvarnarkerfi og sniðið þau að þörfum viðskiptavina.

Námskeið og skoðanir í fallvörnum

Hjá Ísfelli er boðið upp á skoðanir á fallvarnarbúnaði sem og námskeiðahald varðandi notkun á fallvarnarbúnaði og hefur starfsfólk félagsins fengið góða þjálfun og kennslu er varðar slíkan búnað. Á námskeiði er meðal annars farið almennt yfir hvers vegna við þurfum fallvarnarbúnað, reglugerðir, fallvarnarbúnaðinn sjálfan og umgengnisreglur, fallrýmisútreikninga og björgunarþáttinn.