Botntroll fyrir allar veiðar

<<

FISKITROLL, EFNISVAL OG VEIÐIHÆFNI

Fiskitrollin eru sérsniðin þörfum hvers og eins, og er hermun veiðarfærana í samlíki mikilvægur þáttur í þeirri þróun. Efnisval er mikilvægur þáttur í hönnun og er boði ný kynslóð af Compact PE neti. Netið er hannað með sérstakri áherslu á aukið núningsþol og aukinn slitstyrk. Eftir því sem slitstyrkur trollefnis eykst aukast möguleikar á því að nota grennra efni og þar með að létta trollin í drætti.

STREAMLINE: trollið er þróað af Selstad AS í Noregi og hefur reynslan af því verið mjög góð. Helstu einkenni þessa nýja trolls felast í breyttri hönnun á framhluta og belg trollsins, ásamt breyttri efnisnotkun. Hönnunin miðar að betri opnun bæði lóðrétt og lágrétt, góðri sjótæmingu og sjóflæði í belg og lítilli ánetjun. Trollið er einfalt að allri gerð og öll vinna við það því auðveld fyrir áhafnir fiskiskipa. Á trollið eru notaðar 9,5 tommu trollkúlur sem eru hannaðar fyrir straum.

BACALAO: troll hafa sannað sig vel í gegnum tíðina og hafa reynst vel við flestar gerðir fiskveiða og við nánast hvaða aðstæður sem er. Bacalao trollin eru fjölhæf og henta vel fyrir veiðar á nánast öllum botnfisktegundum. Þau eru efnismikil og sitja vel. Trollin henta vel hvort sem dregin eru eitt eða tvö troll samtímis.

Trollin er sérsniðin þörfum hvers og eins, nánari upplýsingar um botntroll hjá sölumönnum.

ÍSFELL-STREAMLINE

ÍSFELL-ARCTIC101

ÍSFELL-SÓLTOPPUR

ÍSFELL-H-TOPPUR

ÍSFELL-BACALAO

ÍSFELL-SEASTAR

ÍSFELL-GULLTOPPUR

ÍSFELL-LUKKUTROLL

Getum við aðstoðað?

Ekki hika við að hafa samband við okkur með fyrirspurnir. Við erum ekkert nema þjónustuglöð, höfum gaman að því sem við gerum og gerum það vel.

Óseyrarbraut 28 | 220 Hafnarfjörður