Ísfell hannar, framleiðir og selur búnað í samstarfi við Selstad A/S og Garware Technical Fibres. Vörur sem boðið er upp á fyrir fiskeldi eru: Fiskeldispokar, fuglanet, kastnætur, segl, dúkar, net og tóg. Þjónusta fyrirtækisins markast helst af góðu úrvali af gæðavörum, áreiðanleika gagnvart viðskiptavinum og framúrskarandi hópi starfsfólks með víðtæka þekkingu. Áhersla er lögð á þjónustu í heimabyggð á vöruúrvali fyrirtækisins.
Árið 2019 reisti Ísfell eina fullkomnustu þjónustustöð fyrir þvott og yfirferð á fiskeldispokum við höfuðstöðvar sínar. Þjónustustöðin uppfyllir kröfur fyrir fiskeldi NS9415. Starfsemin er úttekin og vottuð af DNV-GL. Þar tekur fyrirtækið við fiskeldispokum þegar þeir eru búnir að vera í sjó og notkun lokið. Eftir þvott og sótthreinsun eru pokar og íhlutir þess skoðaðir gaumgæfilega, slitpróf framkvæmd og pokarnir viðgerðir ef þörf þykir. Möguleiki er á böðun með sæfivörnum til að verja net og lengja líftíma. Að lokum er pokinn pakkaður og ástandsmat útgefið fyrir afhendingu eða pokinn settur í geymslu fyrir áframhaldandi notkun.
Framúrskarandi þjónusta
Þjónusta fyrirtækisins markast af góðu úrvali af gæðavörum, áreiðanleika gagnvart viðskiptavinum og framúrskarandi hópi starfsfólks með víðtæka þekkingu.
Þjónustustöð Hafnarfjörður
Þjónustustöð Ísfells býður upp á eftirfarandi þjónustu fyrir fiskeldi:
- Þvottur
- Skoðun
- Viðgerðir og viðhald
- Slitpróf
- Sæfivarnir


Ráðgjöf
Starfsmenn Ísfells veita ráðgjöf fyrir:
- Aquasim botnfesti- og pokagreiningar
- Hönnun á búnaði
Vörulager
Á vörulager Ísfells má finna m.a. botnfestibúnað, uppdælingarlausnir, yfirbreiðslur og fuglanet, fatnað og aðrar rekstrarvörur fyrir fiskeldi.


Selstad Log
Þjónustukerfi sem er sérsniðið að þörfum viðskiptavina til að halda utan um öll þau gögn sem fylgja fiskeldum. Í kerfinu er hægt að nálgast eftirfarandi:
- Vottorð
- Leiðbeiningar
- Viðhaldsskráningar
- Yfirlit yfir fiskeldisstöðvar
- Meldingar um skjöl sem þarf að skila inn
Vöruflutningar
Ísfell bíður upp á flutningarþjónustu í góðu samstarfi við flutningsaðila.