Almennar upplýsingar
Ísfell býður uppá mikið úrval af hífi- og festingarbúnaði sem krafist er við hífingar og festingar. Erum með mikið úrval af íhlutum til að setja saman með hífi- og festingarkeðjum og getum því boðið upp á marga möguleika á samsetningum til lang flestra hífi og festingar verkefna.
Allar upplýsingar um hönnun og burðargetu má finna í vörulistanum okkar og miðast þeir útreikningar við LVÁ, þ.e. leyfilegt vinnuálag á búnaðinn sem segir þá til um hversu miklum þyngdum er leyfilegt að hífa með búnaðinum, með réttri notkun. Í ákveðnum tilfellum og sérverkefnum er hugsanlegt að leggja meira á búnaðinn heldur en almennar upplýsingar kveða á um á merkiplötu búnaðarins, sem og koma fram í vörulista Ísfells. Einnig er hægt að setja slíkan búnað saman til sérverkefna að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Í slíkum tilvikum, þarf að hafa samband við tæknimenn Ísfells, almennar upplýsingarnar í vörulista gilda ekki í þeim tilfellum.
Ábyrgð er lykilartriði
Ef hífibúnaðurinn frá Ísfelli er notaður rétt og af einstaklingum sem hlotið hafa þjálfun í meðferð hífibúnaðar, getur hann haft langan líftíma og mætt ýtrustu öryggiskröfum. Hægt er að lágmarka mistök og óhöpp með því að lesa þessar notendaupplýsingar vandlega og meðhöndla alla hífiferla í samræmi við þær.
Breytingar frá upprunalegri samsetningu búnaðar
Við mælum eindregið með því að nota aðeins upprunalega varahluti í hífibúnað frá Ísfell (bolta, öryggispinna, splitti o.fl.). Með því að breyta upprunalegri samsetningu hífi- og festingarbúnaðar, til að mynda með því að beygja, slípa, fjarlægja hluti, sjóða, bora, meitla eða hvað annað sem gæti skaðað búnaðinn, fellur ábyrgð framleiðanda og Ísfells niður. Minnt er á að í slíkum tilvikum er ekki lengur hægt að tryggja öryggi búnaðar og notkun gæti því orðið hættuleg.
Áhættuþættir eru til dæmis, hitun á lyftikeðjum og íhlutum í hærra hitastiga en 200°C og að fjarlægja öryggishluta eins og öryggispinna, öryggislokur o.fl. Ekki má setja neina yfirborðshúðun á lyftikeðjur, þ.e. ekki heita galveða rafgalvaniseringu.
Ef einhverrar yfirborðsmeðferðar er krafist vinsamlegast hafið samband við tæknimenn
Ísfells eða framleiðanda. Að dýfa eða fjarlægja húðun með efnum getur valdið hættu. Við brýnum fyrir viðskiptavinum að athuga þetta vel og hafa samband við Ísfell.
Takmarkanir á notkun
Varðandi notkun í hættulegum aðstæðum vinsamlegast hafið samband við tæknimenn Ísfells.
Áhrif hitastigs
Hífi- og festingarbúnaður og íhlutir hafa skilgreind notkunarhitastig, sem er -40°C til 200°C og sé búnaður notaður innan þeirra hitamarka hefur það ekki áhrif á búnaðinn. Hífi- og festingarbúnað má EKKI nota utan tilgreinds hitastigs, ef það gerist skal taka keðjuna eða búnaðinn úr notkun. Ef keðja eða íhlutir hitna að einhverjum orsökum yfir 200°C skal kæla búnaðinn niður við stofuhita.
Áhrif sýru og annarra ættandi efna
Hífibúnað má ekki nota við umhverfisaðstæður þar sem sýra eða önnur ætandi efni eru í umhverfinu, hvort heldur í fljótandi eða gufu formi. Hafið í huga á öllum tímum þar sem ákveðnir framleiðsluferlar geta losað sýrur og eða gufur! Ef ekki er hægt að forðast notkun á hífibúnaði við slíkar umhverfisaðstæður sem og við hátt hitastigi, settu þig þá í samband við tæknimenn Ísfells eða framleiðanda til að fá samþykki fyrir slíkri notkun.
Hættulegar aðstæður
Takmarkanir á vinnuálagi (LVÁ) í vörulista okkar hafa verið ákvarðaðar á grundvelli þess að varan sé ekki notuð við hættulegar aðstæður. Hættulegar aðstæður eru til dæmis til staðar þegar hífibúnaður er notaður til sjós, vegna hærri tæringarmáttar saltvatns, við hífingar á einstaklingum í mannkörfum eða við hífingar á hættulegum vörum eins og fljótandi málmi, tærandi-, ætandi- og geislavirku efni. Ef nota á hífibúnað í slíkum aðstæðum þarf að meta umfang áhættunnar af sérfræðingum, aðlaga þarf lyftigetu í samræmi við hættuna og forðast skal ranga notkun við hættulegar aðstæður með öllu móti.
Forvarnir fyrirbyggja tjón!
Áður en hífibúnaður er notaður þarf að skoða eftirfarandi atriði:
• Er hífibúnaður örugglega eins og hann var upphaflega settur saman?
• Er skoðunarskýrsla eða vottorð um samræmiyfirlýsingu til staðar?
• Samsvara merkingar og hífigeta því sem fram kemur á merkiplötu búnaðar og þeim upplýsingum sem gefnar eru upp á skoðunarskýrslu eða vottorði um samræmiyfirlýsingu?
• Hafa notendaupplýsingar sem útskýra rétta notkun hífibúnaðar verið afhentar, lesnar og meðteknar af öllum þeim sem koma til með að nota búnaðinn?
Athugið hvort sýnileg merki eru um skemmdir og eða slit á hífi- og festingarbúnaði fyrir hverja notkun. Ef einhver vafi er til staðar um ástand búnaðar, sendið þá búnaðinn í ítarlega skoðun hjá viðurkenndum aðila.
Framkvæma þarf skoðun af hæfum einstaklingi í samræmi við landslög að lágmarki einu sinni á 12 mánaða fresti. Ef búnaður er mikið notaður á fullu álagi eða við hættulegar aðstæður er þörf á tíðari skoðunum.
Ísfell mælir eindregið með því að láta allan hífibúnað í ítarlega skoðun á hverju ári í það minnsta!
Viðmið við sjónrænar skoðanir
Ef eitt af viðmiðunum sem talin eru upp hér aðneðan koma í ljós við sjónræna skoðun, verður að taka allan búnaðinn úr notkun og endurnýja eða gera við það sem reynist ónothæft:
• Rof á íhlut eða keðju.
• Ólögleg merking eða vantar merkingar á hífi- eða festingarbúnað (þ.e. upplýsingar um auðkenni og eða lyftigetu).
• Aflögun keðja eða íhluta.
• Tognun keðjunnar sem leiðir til að t > 1,05 tn. (sjá skýringarmynd hér að neðan)
• Slit á keðjuhlekk eins og það er ákvarðað með meðalgildi tveggja mælinga á þvermáli d1 og d2 í réttu horni eins og sýnt er. Fjarlægja verður keðjuna úr notkun ef
• Sýnilegar skemmdir á búnaði eins og skurðir, hök, grópir, yfirborðssprungur, litabreytingar vegna of mikillar hitaútsetningar, merki um rafsuðu eða suðugjall, aflagaðir eða snúnir hlekkir eða aðrir gallar.
• Augljós slit eða breytingar á málum fara yfir leyfilegar þvermálsbreytingar eins og sjá má í töflunni sem fylgir, t.d. vegna tæringa sem myndar bolla í stálið.
• Sprungur og krosssprungur sem sjást með berum augum.
• Öryggisbúnað sem vantar eða er ekki virkur ásamt merkjum um gliðnun eða aflögun króka, þ.e. áberandi stækkun á opnun eða annars konar aflögun. Mikilvægt er ef opnun fer yfir 10% af upphafsgildinu eða ef öryggisloka lokast ekki skal taka búnað úr notkun, það gefur til kynna að krókur hafi orðið fyrir yfirálagi.
Rétt viðhald
Athugið að allt viðhald og viðgerðir á hífi- og festingarbúnaði frá Ísfelli skal framkvæmt af hæfum einstaklingi til að lágmarka hættu.
Nákvæm fylgigögn
Allar skoðanir og niðurstöður þeirra verður að skrá og geyma út líftíma búnaðarins. Nákvæmar skýrslur er besti grundvöllurinn fyrir skilvirku viðhaldi.
Geymsla
Hífi- og festibúnað á alltaf að geyma á hreinum og þurrum stað og vernda gegn tæringu og sakar ekki að hann sé spreyjaður með þunnum smurefnum.
Hámarks breyting á málum
Rétt notkun á hífikeðjum
Rétt álagshorn
Til að tryggja örugga notkun þarf að skoða vel festipunkta á farmi og gerð keðjuslings svo að álagshorn allra keðjuleggja sé innan allra marka sem gefin eru upp á merkiplötu keðjuslingsins. Helst ættu öll álagshorn að vera þau sömu ef híft er á fleiri leggjum en tveimur. Forðastu skal álagshorn sem eru minna en 15° vegna hættu á óstöðugleika farms. Aldrei má nota hífikeðjur með álgashorni yfir 60°!
Hvassar brúnir – þekkið annmarka
Hámarks lyftigeta sem er gefin upp miðast við að keðja og íhlutir séu í beinu átaki og fari ekki yfir hvassa brúnir. Hins vegar, ef ekki er komist hjá því að keðja fari á hvassar brúnir þá skal nota hlífðarbúnað til að verndar keðjum og koma í veg fyrir skemmdir á keðjum (sjá myndir):
Ef keðjur fara yfir hvassar brúnir án hlífðarbúnaðar er ekki lengur hægt að tryggja lyftigetu þeirra og öryggi. Keðjur sem nota á samanber tvær fyrri myndir hér að ofan eða á hringlaga hluti á þvermál farmsins að vera meira en tvisvar sinnum innanmál sérhvers keðjuhlekks í keðjuslingnum. Fyrir minna þvermál, verður að minnka lyftigetu um 50%.
Áhrif snöggð átaks á keðjur
Merkt leyfilegt álag á keðjuslingi gerir EKKI ráð fyrir því að einstakir leggir búnaðarins verði fyrir snöggu átaki til að mynda við það að farmur detti niður og myndi snöggt högg á lyftislingi.
Flokkun áhrifa snöggra átaka
• Lítilsháttar snöggt átak getur orsakast við hraðabreytingu í hífingu og eða slökun á farmi.
• Miðlungs snöggt átak getur stafað af því að keðjan rennur á meðan hún aðlagar sig að farmi.
• Mikið snöggt átak getur stafað af því að farmu fellur í keðjuna.
Titringur/álag
Ef hífikeðjur og fylgihlutir eru notaðar á réttan hátt, þá þolir búnaðurinn mikið álag, allar hífikeðjur og fylgihlutir þurfa að þola að lámarki 20.000 átaksprófanir. Ef um mikið aukaálag er að ræða, er hætta á að keðjan eða íhlutirnir skemmist. Ef um er að ræða hífi- og festingarbúnað sem er í stöðugri notkun alla daga er mælt með því að draga úr álaginu með því að nota búnað með hærra LVÁ og meiri efnisþykkt.
Samhverf hleðsla
Þegar er talað um lyftigetu á búnaði er gert ráð fyrir að hver keðjuleggur séu settur undir álag í samhverfu, það er að allir keðjuleggir séu undir sama álagshorni. Þannig að undir álagi eru öll álgashorn þau sömu og átak á hvern legg því hið sama.
Álag er samhverft þegar öll eftirfarandi atriði eiga við:
• Þyngd farms er minna en 80% af tilgreindri lyftigetu.
• Álagshorn allra keðjuleggja eru ekki minna en 15° og eru mjög svipuð (mismunur að hámarki 15° ).
• Fyrir þriggja og fjögurra leggja lyftikeðjur verður að tryggja að samsvarandi álagshorn séu innan við 15° frá hvort öðru.
Farðu varlega!
Ef ekki er farið eftir öllum þessum breytum er ekki hægt að telja álagið samhverft og flokkast þá undir sérhæfða hífingu, hafið samband við tæknimenn Ísfells í slíkum tilfellum. Ef einhver vafi leikur á um þetta skal aðeins nota LVÁ af einum legg. Vinsamlegast finnið keðjutöflu Ísfells í bæklingi eða heimasíðu til að finna nákvæmar upplýsingar um lyftigetu.
Röng notkun skemmir búnaðinn
Hágæða lyftikeðjur bjóða upp á fullkomin gæði ef þær eru notaðar í samræmi við ætlaðan tilgang þeirra.Í þeim tilvikum þar sem ekki eru allir leggir notaði samtímis eða þar sem nokkrar hífikeðjur eru notaðar á sama tíma, með mismunandi álagi skal nota þau gildi sem eru í keðjutöflu Ísfells. Ef einhver vafi leikur á fyrirhugaðri notkun þarf lyftigeta sem fram kemur á merkiplötu búnaðarins að vera í samræmi við eftirfarandi töflu:
Varúðarráðstafanir
• Við þær aðstæður þar sem ekki eru allir leggir keðjuslings notaðir, tryggið þá lausa leggi (keðjur) sem ekki eru notaðir í það sinnið aftur upp í höfuðhlekkinn til að koma í veg fyrir hættu af því að hann sveiflist til og sláist í farm eða fólk.
• Þar sem nota á fleiri en einn keðjusling í sama kranakrók, þarf að tryggja að kranakrókur sé nógu stór fyrir báða (alla) höfuðhlekki. Einnig þarf að tryggja að höfuðhlekkir geti ekki dottið upp úr kranakróknum við hífingu.
• Forðast skal álagshorn sem er meira en 45°.
• Notið aðeins búnað með sömu efnisþykkt og lyftigetu þegar tveir eða fleiri keðjuslingir eru notaðir saman.
Viðbótarupplýsingar
Aldrei hífa á króksenda!
Nokkur góð ráð – Fræðsla
Hífingar
Þegar unnið er við hífingar er regla nr. 1 að skilja hvaða áhrif breytt álagshorn hefur á hífibúnaðinn.
Myndin hér að neðan sýnir hvernig álagið á tveggja leggja sling með 10 tonna þunga margfaldast eftir
því sem álagshornið verður gleiðara.
Of gleitt álagshorn er varasamt
Aðvörun!!!
• Passið að álagið fari aldrei upp fyrir LVÁ sem stimplað er á búnaðinn.
• Hafið hornið β aldrei stærra en 60° frá lóðréttri línu.
Staðlar
Allur hífibúnaður frá Ísfell er framleiddur í samræmi við EN 818 og EN 1677, lyftikeðjur samkvæmt EN 818-2 og fylgihlutir samkvæmt EN 1677. Keðjutaflan hér fyrir ofan er í samræmi við LVÁ samkvæmt EN 818-4 með öryggisstuðli 4:1.
Snörutog
Sýnið aðgæslu þegar híft er með snörutogi. LVÁ minnkar um 20% í snörutogi.
Geymsla
Vel skipulögð geymsla á keðjum eykur líftíma þeirra. Gott aðgengi og merkingar draga úr hættu á mistökum.
Reglubundið eftirlit
Reglubundið eftirlit veitir þeim sem vinna með hífibúnað aukið öryggi. Sérfræðingar Ísfells taka að sér reglubundið eftirlit á hífibúnaði.
Ef nota á hífibúnað við erfiðar aðstæður s.s. hátt hitastig, misvægi á þyngdarpunkti, á skarðar brúnir eða þar sem hætta er á að hífibúnaðurinn geti orðið fyrir höggi, má ekki leggja fullt álag á búnaðinn. Hægt er að fá hífibúnað fyrir séshæfðar hífingar undir minna horni en 45° og þannig auka LVÁ á hífibúnaðinn.
Ísfell ehf er fullgildur meðlimur Lifting Equipment Engineers Association. LEEA eru samtök hífitæknigreina sem starfa á heimsvísu og eru leiðandi samtök hvað varðar vottun fyrirtækja sem nota og fremleiða hífibúnað.
Hífingar á gámum
Hvernig á að hífa gáma
Gámar eru hífðir daglega um allan heim svo skipta hundruðum þúsunda. Það er smat ekki hættulaust að hífa gáma. Af ýmsum ástæðum (takmörkuð hæð, takmörkuð burðargeta krana, o.s.frv.), er oft spurt hvort það sé í rauninni nauðsynlegt að nota hífi-ramma til að hífa gáma. Svarið er – í flestum tilfellum – JÁ.
Hvers vegna má ekki hífa gám upp á topphornunum mep því að nota einungis fjögra leggja hífibúnað
Venjulegur fjögra leggja hífibúnaður sem festur er í topphornin fjögur á gámi skapar þrústingsálag á þakflöt gámsins, einkum á langhliðum. Gámar eru ekki hannaðir til að taka á sig þetta þrýstingsálag á langhlið þakfatarins. Raunverulegur styrkur þaksins er breytilegur frá einum gámi til annars, allt eftir framleiðanda, aldri, stærð o.s.frv. Þanngi er hugsanlegt að gámur sem oft er hífður með fjögra leggja hífibúnaði eingöngu sýni engin merki um yfirálag og ekki verði vart við nein sérstök vandamál. Þannig freistast þeir sem vinna með gáma og halda að þetta sé örugg aðferð við meðhöndlun gáma. Þessi vinnubrögð valda hins vegar ósýnilegum skemmdum á gámnum og við hverja hífingu getur gámurinn allt í einu brotnað í sundur.
Hvers vegna að nota hífi-ramma
Þegar notaðir eru hífi-rammar eins og eru á mynd hér fyrir neðan þá skapast ekki lengur þrýstingsálag á þak gámsins heldur beint á hífi-ramman (sem er hannaður fyrir þetta álag). Topprammi gámsins verður þannig laus við þrýstingsálag. Gámar er nú hífðir lóðrétt, þetta er ein af þeim leiðum sem er viðurkennd samkvæmt alþjóðlega staðlinum (ISO 1496).
Notkun (hálfsjálfvirks) hífi-ramma hefur einnig ýmsa aðra kosti, svo sem skjótvirkari meðhöndlun gámanna og hún sparar mannafla.
Hvað skal gera ef engin hífi-rammi er tiltækur
Það er samt sem áður mögulegt að hífa gám án ramma, ef notaður er botnhífibúnaður (fílafætur). Þessi búnaður passar í hliðargötin í botnhornum gámsins. Þá tekur botnrammi gámsins á sig þrýstingsálagið á langhliðina, en botnramminn er miklu sterkari en þakflöturinn. Þrýstingsálagið þvert á gáminn lendir á hífi-bitanum. Þessi aðferð er einnig nefnd í ISO 1496 staðlinum.
Annar kostur við þetta kerfi er sá að hífihæðin sem krafist er í flestum tilfellum er lægri en þegar hífi-rammi er notaður.
Stroffutafla Ísfells
Öryggisreglur um notkun á stroffum úr gerviefni
- Aldrei skyldi leggja meira á stroffu en burðargetan segir til um.
- Aldrei skyldi nota skaddaða stroffu.
- Aldrei skyldi tengja kósalaust auga við hluti sem gætu skaddað það.
- Það sem tengt er við augað skal vera:
- slétt og ekki með neinar skarpar brúnir.
- með nógu stóran radíus.
- ekki svo vítt að saumurinn sem myndar augað rifni í sundur.
- Farið afar varlega og gætið þess að nota stroffu með ríflegt burðarþol:
- þegar nákvæmur þungi hlassins er ekki þekktur.
- þegar búist má við þungu fallálagi af hlassi.
- við óvenjulegar og erfiðar aðstæður.
- þegar líf og limir kunna að vera í hættu.
- Ávallt skyldi verja hlífðarkápuna þar sem hætta er á núningi eða skurðum.
- Gætið ávallt að eftirfarandi til að auka endingartíma stroffunnar:
- aldrei skyldi krossleggja eða snúa upp á stroffu.
- aldrei skyldi draga stroffu fram af upphækkun.
- látið hlass aldrei hvíla í stroffu – það gæti skaðað hana.
- togið stroffu aldrei undir hlassi.
- forðist rykki eða fallálag þegar hlasser sett á.
Notkun á stroffum úr gerviefni í tenglum við efni og hita
ATHUGIÐ að rækilegur þvottur upp úr köldu vatni með efnum, meira að segja eftir notkun við leyfilegar aðstæður, er nauðsynlegur til þess að forðast skemmdir.
Pólýester
Sýrur
Sumar stoffur úr pólýester þola sýrur nægilega vel við stofuhita en í flestum tilfellum bendum við notendum sem vinna með sýru á að hafa samband við tæknilega ráðgjafa hjá okkur.
Basar
Ekki er mælt með því að nota borðastroffur úr pólýester þegar unnið er með sterkan basa.
Hiti
Efnið þolir vel þurran hita. Venjulegir þræðir halda 80% af upphaflegu burðarþoli eftir 30 daga við 150°C. Sem dæmi má nefna að borðastroffur úr pólýester voru notaðar til að halda þunga við 150°C í 30 mínútur fjórum sinnum á dag án þess að burðarþolið skertist nokkuð.
Aldrei á að hnýta upp stroffu með þessum hætti, það skerðir mjög álagsþol stroffunnar.
Gætið þess að stroffurnar komist aldrei í snertingu við alkalíefni svo sem vítissída, amoníak o.fl.
Skemmdum stroffum sem ekki standast öryggiskröfur ætti strax að farga.
Eftirlit með pólýesterstroffum við notkun
Dæmi um galla eða skemmdir sem telja má líklegt að hafi áhrif á öryggi stroffunnar við notkun:
- Hverskonar skemmdir á kápunni gefa til kynna að innri burðarþræðirnir gætu hafa skaddast. Þver- eða langskurðir á kápunni, sem og allar skemmdir á saumnum, eru sterkar vísbendingar um að skemmdir kunni að hafa orðið á burðarþráðunum. HÆTTIÐ NOTKUN.
- Staðbundin svörfun, ólík almennu sliti, getur myndast þegar strekkt stroffa nuddast við skarpar brúnir. Slík skemmd skerðir burðarþolið verulega. HÆTTIÐ NOTKUN.
- Einhverjar núningsskemmdir myndast á kápunni við eðlilega notkun. Ef staðbundin svörfun hefur hins vegar náð að skemma innri burðarþræðina skal HÆTTA NOTKUN.
- Hnútar á hringstroffu minnka burðargetu hennar um 25 til allt að 100%. Aldrei skyldi hnýta hnút eða vinda upp á hringstroffu en HÆTTA NOTKUN ef það hefur gerst.
- Þver- eða langskurðir á kápunni ásamt skemmdum áburðarþráðum. HÆTTIÐ NOTKUN.
- Þver- eða langskurðir, skurðir eða svörfun á köntum. HÆTTIÐ NOTKUN.
- Skaðleg efni geta veikt eða mýkt stroffuefnið á einstökum stað. Þetta má sjá á því að kápan flagnar og hægt er að plokka eða nudda hana af. Hverskonar efnaskemmdir á kápunni gefa sterklega til kynna að innri burðarþræðirnir séu varasamir. HÆTTIÐ NOTKUN.
- Þver- eða langskurðir á kápunni ásamt skemmdum á burðarþráðum. HÆTTIÐ NOTKUN.
- Þver- eða langskurðir, skurðir eða svörfun á köntum. HÆTTIÐ NOTKUN.
- Ómerkta stroffu skal aldrei nota. Merki og auðkenni verðaað vera læsileg. HÆTTIÐ NOTKUN.
- Krókar og annar tengibúnaður sem eru of stórir fyrir stroffuna geta eyðilegt hana. HÆTTIÐ NOTKUN og/eða leitið ráða hjá birgðasala.
- Hita- og núningsskemmdir sjást á því að þræðirnir í kápunni verða glansandi eða glerjaðir að sjá. Í alvarlegum tilfellum bráðna þræðirnir og renna saman en það bendir til þess að burðarþræðirnir hafi veikst eða slitnað. HÆTTIÐ NOTKUN.
Samspil horns og hornstuðuls
Dæmi um útreikning á samspili horns og hornstuðuls
Til dæmis ef við erum með blökk með merktu leyfilegu vinnuálagi
(LVÁ/WLL) 4 tonn, þá er hífiátak á þá blökk miðað við: 0° = 4/2 = 2
tonn. Þ.e. LVÁ 4 tonn deilt með hornstuðlinum 2 miðað við að horn á milli víra er 0°. Eins og sjá má ef leggja á hámarks átak á þessa 4 tonna blökk (þ.e. 4 tonn), þá verður hornið á milli víranna að vera að lágmarki 120°eða meira.
Horn á milli víra | LVÁ / hornstuðull | Hífiátak tonn |
45° | 4/1,84 | 2,17 tonn |
90° | 4/1,41 | 2,84 tonn |
120° | 4/1 | 4,00 tonn |
135° | 4/0,76 | 5,26 tonn |
Val á blökk
- Að blökkin sé ætluð til hífinga, þá þarf hún að vera með eftirfarandi merkingum: CE merkingu, LVÁ/WLL, framleiðanda og einkennisnúmeri.
- Að stærð blakkarhjóls sé í samræmi við sverleika kranavírs. Of sver eða grannur kranavír miðað við spor í blakkarhjóli veldur aukaálagi og lakari endingu á bæði kranavír og blakkarhjól.
- Hvert sé að jafnaði hornið á milli spilavírs og hífingavírs við notkun á blokkinni. Sjá töflu 1 til leiðbeiningar.
- Í mörgum tilfella er kranavírinn takmarkandi þáttur í því hversu mikið megi hífa. Sem dæmi þá er hefðbundinn 19x7mm kranavír með stálkjarna, með leyfilegt vinnuálag 1,06 tonn og í lang flestum tilvikum er búið að þrykkja á vírinn ál-eða stálhólk, til að mynda ef auga er sett á vírinn, og við þrykkingu skerðist LVÁ á vír um 20%. Þannig væri þessi tiltekni vír orðin með LVÁ 848 kg.
Átak á blakkir
Merkt leyfilegt vinnuálag á blakkir (WLL) til hífinga er það hámarks átak sem leggja má á blakkir og
íhluti tengdum þeim.
Átakið á blakkhjólið/blökkina er breytilegt miðað við hornið á milli spilavírs og hífivírs – sjá mynd 1.
Þegar spil- og hífivír eru samsíða þá samsvara 1. tonn átak á spilvírinn 2. tonna átaki á blökkina. Eftir
því sem hornið á milli spils- og hífivírs stækkar, verður átakið á blökkina minna sem nemur hornstuðli
samkvæmt töflu 1. Ekki taka allar átakstölur tillit til þess sem tapast í hífigetu vegna núnings á milli
blakkarhjóls og vírs.
Horn á milli víra | Hornstuðull |
0° | 2,00 |
10° | 1,99 |
20° | 1,97 |
30° | 1,93 |
40° | 1,87 |
45° | 1,84 |
50° | 1,81 |
60° | 1,79 |
70° | 1,64 |
80° | 1,53 |
90° | 1,41 |
100° | 1,29 |
110° | 1,15 |
120° | 1,00 |
130° | 0,84 |
135° | 0,76 |
140° | 0,68 |
150° | 0,52 |
160° | 0,35 |
170° | 0,17 |
180° | 0,00 |
Mynd 1
Tafla 1
Vírastroffur
Leiðbeiningar um notkun og öryggiskröfur fyrir vírastroffur:
- Vírastroffur og vírastroffusamsetningar þarf að sjónskoða fyrir hverja notkun, með tilliti til yfirborðsskemmda, skoða hvort brot sé í vírnum, hvort merkjanleg tæring eða slit sé í vírum og/eða samsetningum.
- Leiki vafi á einhverju, leitið þá ráða hjá þeim sem hafa þekkingu á viðeigandi búnaði.
- Athuga þarf fyrir hverja notkun á vírastroffum hvort þær henti fyrir viðeigandi notkun.
- Þegar hífa á með nokkrum vírastroffum eða samsettum vírastroffum þá þarf að tryggja að álag dreifist jafnt á alla víra.
- Athuga þarf hvort þrykkingar séu réttar, fyrir hvert híf (t.d. að endar á splæsi standi ekki út úr vírum).
- Ganga úr skugga um að augun á vírnum séu í réttri stærð til að passa á krókinn á krananum.
- Nauðsynlegt er að nota H eða D lása eða annan viðurkenndan búnað í augun á vírnum til að tryggja rétta festingu/tengingu á milli kranakróks og vírastroffu.
- Tryggja að kranakrókur hafi viðeigandi búnað/ öryggi til að koma í veg fyrir að vírstroffunum eða samsettar stroffur renni ekki upp úr króknum.
Vírstroffutafla Ísfells
Vírasokkur með fleyg
Vírsokkurinn er settur á enda vírsins og fleygurinn settur inn í sokkinn með vírinn á milli til að tryggja að vírsokkurinn festis örugglega á enda vírsins. Green Pin® vírsokka má nota miðað við þvermáls vírs eins og sjá má í töflunni hér.
Skoðið ávallt sokkinn, fleyginn og pinnann fyrir notkun. Notið aðeins með 6 eða 8 þátta stöðluðum vírum. Tryggið ávallt að sokkurinn og fleygurinn séu af réttri stærð miðað við þvermál vírsins. Sá hluti vírsins sem er í átaki þarf að vera festur í lóðréttri línu við pinna vírsokksins. Þegar vírinn er þræddur í vírsokkinn þarf að setja fleyginn undir átaki í vírsokkinn og tryggja að hann sitji rétt í vírsokknum, til að mynda með því að hamra fleyginn inn í vírsokkinn eins djúpt og hægt er. Ekki má logsjóða lausa endann sem gengur upp úr vírsokknum við átaksvírinn. Lausi endinn sem gengur upp úr vírsokknum á að vera a.m.k. 6 sinnum lengri en þvermál vírsins en 150 mm að lágmarki. Tryggið lausa endann með vírklemmu eins og sýnt er á myndum hér að neðan.
Eftir að byrjað er að nota vírinn þarf reglulega að athugið samsetningu á fleyg og vírsokk og hugsanlega strekkja aftur eða tilfæra fleyg ef nauðsyn krefur. Ekki má setja hliðar átak á vírsokk, þar sem hann er ekki hannaður í þeim tilgangi. Farmur gæti runnið til og jafnvel losnað ef samsetning er ekki í samræmi við leiðbeiningar. Lyftigeta vírs með vírsokk með fleyg er 80% af heildar lyftigetu vírsins í beinu átaki, en takmarkast einnig við hámarks álag sem setja má á vírsokkinn. Einungis skal nota upprunalega fleyga frá framleiðanda vírsokksins og gæta skal þess að hann hæfi þvermáli þess vírs sem verið er að nota. Aldrei má nota fleyga frá öðrum framleiðendum en hinum upprunalega þar sem miklar líkur er á að málsetningar passi ekki.