Ísfell er leiðandi fyrirtæki í þróun, framleiðslu og þjónustu á veiðarfærum, sölu á útgerðar-, björgunar- og bindivörum, hífilausnum og ýmsum rekstrarvörum. Ísfell skuldbindur sig til þess að lágmarka umhverfisáhrif í starfsemi sinni. Fyrirtækið reynir eftir fremsta megni að skilja eftir sem minnst fótspor í fjörum og sjó til þess að huga að umhverfinu fyrir komandi kynslóðir. Sem liður í þessu tekur Ísfell á móti notuðum veiðarfærum frá viðskiptavinum sínum og tryggir að endurvinnanlegt efni sé sent til endurvinnslu.
Umhverfisvæn þjónusta
Allar þjónustustöðvar okkar fyrir fiskeldi sinna umhverfisvænni þjónustu við fiskeldisbúr. Þetta felur í sér að þjónustuferlar okkar eins og þvottur, lagfæringar, gegndreyping, þurrkun og geymsla þurfa að eiga sér stað án losunar á menguðu vinnsluvatni til sjávar. Við nýtum okkur háþróaða hreinsibúnað í þvottaferlinu til að aðskilja sérstakan úrgang og hreinsa vatnið til endurnotkunar. Við höfum sett okkur verklagsreglur um umhverfislega rétta meðhöndlun sérstaks úrgangs þar sem úrgangurinn er fluttur til viðurkenndra aðila. Þú getur því verið viss um að þjónusta við búnað á þjónustustöðvum okkar feli ekki í sér umhverfislosun.
Móttaka og endurnotkun
Ísfell tekur á móti veiðarfærum frá viðskiptavinum sínum og tryggir að endurvinnanlegt efni sé sent til endurvinnslu. Mikilvægt er að hafa samband við Ísfell, frekari upplýsingar má nálgast hjá isfell@isfell.is eða síma +354 520 0500.
- Akureyri, Hjalteyragötu 4
- Hafnarfjörður, Óseyrarbraut 28
- Húsavík, Suðurgarði 2
- Ólafsfjörður, Pálsbergsgötu 1
- Sauðárkrókur, Lágeyri 1
- Vestmannaeyjar, Kleifarbryggja 4-6
- Þorlákshöfn, Óseyrarbraut 24
Endurvinnsluskýrsla 2023
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
Ísfell hefur tileinkað sér 5 grundvallarviðmið Sameinuðu þjóðanna og eru þau leiðarvísir í sjálfbærnisvinnu fyrirtækisins.
Jafnrétti kynjanna
Ísfell vinnur markvisst að aukinni fjölbreytni og þátttöku fólks af öllum kynjum í sjávarútvegi. Fyrirtækið stuðlar að jöfnum tækifærum og jöfnum laun fyrir sömu vinnu
Nýsköpun og uppbygging
Innviðir Ísfells miða undantekningarlaust við bestu fáanlegu tækni. Allir innviðir fyrirtækisins, þar með talið framleiðsluferli, eru í stöðugri þróun. Nýsköpun og þróun eru höfð að leiðarljósi til að styrkja innviði sem koma að starfseminni, til að stuðla að frekari sjálfbærni.
Aðgerðir í loftslagsmálum
Ísfell er með ÖHU stefnu sem tekur á því hvernig fyrirtækið ætlar að vernda og hlúa að umhverfinu með því að lágmarka umhverfisáhrif starfseminnar.
Líf í vatni
Ísfell vinnur með það að leiðarljósi að vernda hafið og auðlindir á sjálfbæran hátt. Það gerir fyrirtækið með því að stuðla að sjálfbærum fiskveiðum með framleiðsluvörum sínum.
Ísfell styrkir hreinsunarstörf á ströndum og á hafi úti við Ísland
Líf á landi
Ísfell vinnur að því að styðja við endurheimt landgæða, stöðva eyðingu vistkerfa og sporna við hnignun á líffræðilegri fjölbreytni.
Ísfell styrkir framgang skóg- og trjáræktar á Íslandi.
Framúrskarandi fyrirtæki
Ísfell hefur verið valið framúrskarandi fyrirtæki í rekstri allt frá árinu 2018. Framúrskarandi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að vera stöðug fyrirtæki sem byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag allra. Til þess að teljast framúrskarandi þurfa fyrirtækin að uppfylla ströng skilyrði sem eru listuð eru á heimasíðu Creditinfo.
Ísfell skuldbindur sig til að starfa af heilindum og fagmennsku. Það þýðir að fyrirtækið fylgir viðeigandi lögum, reglugerðum og reglum og gerir kröfu um slíkt hið sama frá samstarfsaðilum, viðskiptavinum, umboðsmönnum, verktökum og birgjum.