Sagan

Ísfell var stofnað í febrúar 1992 af Pétri Björnssyni, Hólmsteini Björnssyni, Páli Gestssyni og Jóni Leóssyni. Upphafleg starfsemi fyrirtækisins fólst í innflutningi á veiðarfærum og efnum til veiðarfæragerðar.  Með innri vexti, uppkaupum og sameiningu á  fyrirtækjum sem falla vel að starfsemi fyrirtækisins, hefur Ísfells dafnað og orðið farsælt fyrirtæki í rekstri.

Stærsta breytingin á fyrirtækjarekstri Ísfells var árið 2003 þegar Icedan og Ísfell voru sameinuð undir nafni Ísfells. Þar með breyttist Ísfell úr heildsölufyrirtæki í fyrirtæki sem starfrækti bæði heildsölu og veiðafæragerð.

Innri vöxtur Ísfells í gegnum áratugina

1992
Ísfell stofnað / Ísfell founded
1993
Ísfell kaupir Innkaupadeild LÍÚ / Ísfell acquires Innkaupadeild LÍÚ
1995
Ísfell hefur starfsemi á Nýfundnalandi / Ísfell starts operation in Newfoundland
1996
Ísfell kaupir Veiðarfæralager Íslenskra Sjávarafurða / Ísfell acquires Veiðarfæralager Íslenskra Sjávaravurða
1999
Ísfell kaupir Sjókó / Ísfell acquires Sjókó
2001
Ísfell og Netasalan sameinuð í Ísfell-Netasalan ehf. / Ísfell and Netasalan merge into Ísfell-Netasalan ehf.
2003
Ísfell-Netsalan ehf. og Icedan sameinuð í Ísfell / Ísfell-Netsalan ehf. and Icedan merge into Ísfell
Ísfell kaupir Netagerð Höfða á Húsavík / Ísfell acquires Netagerðin Höfði in Húsavík
2004
Ísfell kaupir Netagerðin Ingólfur / Ísfell acquires Netagerðin Ingólfur
Ísfell kaupir Veiðarfæragerð Hornafjarðar ehf. / Ísfell acquires Veiðarfæragerð Hornafjarðar ehf.
2007
Ísfell kaupir Netagerð Jóns Holbergssonar / Ísfell acquires Netagerð Jóns Holbergssonar
2010
Veiðarfæragerð Hornarfjarðar ehf selt / Veiðarfæragerð Hornarfjarðar ehf sold
2013
Ísfell kaupir Kristbjörgu á Ólafsfirði / Ísfell acquires Kristbjörg in Ólafsfjörður
Ísfell kaupir Dímon Línu / Ísfell acquires Dímon Lína
2015
Ísfell hefur starfsemi á Sisimiut, Grænlandi / Ísfell starts operation in Sisimiut, Greenland
Starfsemi á Nýfundnalandi seld / Operation in Newfoundland sold.
Ísfell kaupir Net ehf. / Ísfell acquires Net ehf.
2016
Húsnæði Arctic Odda keypt á Flateyri. Grunnur lagður að þjónustu við fiskeldisiðnaðinn / Facility at Flateyri acquired for aquaculture.
2018
Ísfell kaupir Tæknivík ehf. (nú Marís) / Ísfell acquires Tæknivík ehf. (now Marís)
2021
Ísfell opnar verslun á Patreksfirði / Ísfell opens a store at Patreksfjörður
2022
Ísfell verður hluthafi í Netastofunni, Færeyjum / Ísfell becomes shareholder at Netastovan, Faroe Islands

Starfsemin

Höfuðstöðvar ásamt aðallager fyrir allar starfstöðvar fyrirtækisins á Íslandi eru að Óseyrarbraut 28 í Hafnarfirði. Fyrirtækið rekur 8 þjónustu- og framleiðslueiningar um land allt: Akureyri, Hafnarfirði, Húsavík, Ólafsfirði, Patreksfirði, Sauðárkróki, Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn.

Hönnun, þróun og framleiðsla

Ísfell leggur mikla áherslu á vöruþróun og hefur fyrirtækið verið leiðandi í hönnun, þróun og sölu á veiðarfærum í yfir þrjá áratugi, ásamt sölu á útgerðar-, fiskeldis-, björgunar-, bindivörum, hífilausnum og ýmsum rekstrarvörum. Í vöruþróun fyrirtækisins er lögð áhersla á að vera í góðum samskiptum við birgja, útgerðir, sjómenn og viðskiptavini, til að heyra þeirra kröfur og væntingar. Í vöruþróuninni er horft til þeirra umhverfis- og öryggisviðmiða sem eru í gildi hverju sinni.

Samstarf við Selstad A/S

Ísfell er í nánu samstarfi við Selstad AS í Noregi þegar kemur að fiskeldi. Í samstarfi við Selstad, hannar og selur Ísfell allar gerðir fiskeldispoka, fuglaneta og kastnætur að óskum og þörfum kaupanda. Vörur frá Ísfelli og birgjum uppfylla staðalinn NS9415 sem lagður er á fiskeldisframleiðendur.

Ein fullkomnasta þjónustustöð fyrir fiskeldi á landinu

Árið 2019 reistu Ísfell eina fullkomnustu þjónustustöð fyrir þvott og yfirferð á fiskeldispokum við höfuðstöðvar sínar í Hafnarfirði. Pokarnir eru þvegnir í stórri þvottavél og sótthreinsaðir, netin og íhlutir yfirfarnir, framkvæmd eru styrkleikapróf og pokarnir viðgerðir ef þörf þykir.

Sterk öryggismenning

Sterk öryggismenning hefur verið að festast í sessi hjá útgerðum og fyrirtækjum hérlendis. Ísfell vinnur markvisst að því að draga úr áhættu við vinnu í sjávarútvegi og í starfsumhverfi viðskiptavina. Það gerir fyrirtækið á eftirfarandi hátt:

Gæði og framúrskarandi þekking

Hjá Ísfelli starfar framúrskarandi starfsfólk með yfirgripsmikla þekkingu á víðtækum sviðum. Við hjálpum hvort öðru að ná árangri með því að vinna saman sem ein heild. Á þann hátt stuðlum við að árangri viðskiptavina okkar með því að veita framúrskarandi þjónustu og lausnir. Í nánu samstarfi við viðskiptavini, stuðlar Ísfell að nýsköpun og stöðugum umbótum.