Ísfell með alþjóðlega vottun frá LEEA
Ísfell er eina fyrirtækið á Íslandi sem er meðlimur að LEEA (Lifting Equipment Association).
LEEA eru alþjóðleg samtök aðila sem koma á einhvern hátt að hífingar- og lyftibúnaði. Innan samtakanna eru hönnuðir, framleiðendur, söluaðilar og skoðunar- og viðgerðaraðilar á slíkum búnaði. Frá stofnun samtakanna fyrir hartnær 7 áratugum hefur LEEA verið í lykilhlutverki í þjálfun starfsmanna fyrirtækja sem sjá um skoðun á hífibúnaði ásamt því að móta staðla sem í gildi eru. Einnig hefur LEEA komið að lagagerð og öryggismálum fyrir hífibúnað.
Til að öðlast vottun hjá LEEA verða hlutaðeigandi fyrirtæki að sýna fram á að þau vinni eftir þeim stöðlum sem gilda, t.d. varðandi rekjanleika vöru, sem og að þau hafi búnað og aðstöðu til að framkvæma skoðanir.
