Beita

<<

Smokkur

Beitusmokkur hefur um langan aldur verið ein vinsælasta beitan á Íslandi. Að öllu jöfnu er boðið upp á þrjár stærðir af smokkfiski, 70-100 gr, 100-150gr og 100-200gr. Eingöngu er um að ræða raðaðan, sjófrystan smokkfisk, sem veiddur er í S-Atlantshafi úti fyrir ströndum Argentínu. Þyngdir pakkninga eru mjög breytilegar.

Saury

Saury hefur notið mikilla vinsælda sem beita á undanförnum árum enda er fiskurinn bæði mjög vel feitur og holdstinnur. Í boði eru fjórar stærðir, Jumbo, stærð 1, 2 og 3. Saury er pakkað í 10 kg öskjur og mjög vel raðaður.

Síld

Áhersla er lögð á að bjóða á hverjum tíma góða beitusíld, helst sjófrysta með háu fituinnihaldi. Síldin er ekki pressuð við frystingu, en röðuð síld er því miður ekki lengur í boði.

Makríll

Atlantshafsmakríll er einnig góð beita og yfirleitt til á lager eins og hinar tegundirnar. Algengast er að makríllinn sé lausfrystur í 20 kg kössum.

Loðna

Loðna er vinsæl beita til að veiða steinbít. Ísfell útvegar töluvert af loðnu á hverju ári fyrir útgerðir sem leggja sig eftir steinbítnum. Loðnan er sjófryst, yfirleitt í 15 kg. plastpokum.

Sandsíli

Framboð á góðu sandsíli er mjög breytilegt. Sandsíli er því ekki lagervara en útvegað eftir þörfum þegar gott síli veiðist.

Gunnar Þorsteinsson

5200537

Einar Sævarsson

5200533

Getum við aðstoðað?

Ekki hika við að hafa samband við okkur með fyrirspurnir. Við erum ekkert nema þjónustuglöð, höfum gaman að því sem við gerum og gerum það vel.

Óseyrarbraut 28 | 220 Hafnarfjörður