OX hífibitar og hífibitakerfi

Hentug til að hífa miklar þyngdir með sérsniðnum hífibitakerfum

OX hífibitakerfin er hægt að setja saman á staðnum og eru með fjölmargar samsetningar á hífibitum sem eru frá 1 til 36 metra langir og með 9 til 1350 tonna hífigetu.

OX Worldwide er með DNV-Gl gæðavottun fyrir sína framleiðslu, sem sýnir að öll vinna er samkvæmt hæstu gæðastöðlum.

Hægt að setja að hámarki 5 millieiningar í hverja hífibitaeiningu upp að 170 tonnum og 6 millieiningar frá 250 tonnum og upp úr.


Hvaða stærð af hífibita þarf ég?

Taflan hér fyrir neðan sýnir leyfilegt vinnuálag að 30° og max 170 tonna þyngd og hvaða hífibitar henta hverju sinni. Ef hífa á meiri þyngdir þá eru sölumenn okkar tilbúnir að hjálpa við að finna hvaða bitar henta hverju verkefni fyrir sig

Leyfilegt vinnu álag (LVÁ) í tonnum miðað við 30° álagshorn á keðjusling.


OX ECO – Hífibitar

OX Worldwide ECO hífibitar eru hagkvæm lausn við hífingar. Ramminn af ECO hífibitum samanstendur af einni uppbyggingu með götum, miðlægum hífipunkti og tveimur dropatenglum í endunum. Úr því verður staðlaður hífingarbiti. Um leið og bitinn hefur verið samsettur, er fjölbreytt úrval af aukahlutum í boði sem hægt er að bæta við ECO hífibitann til lausnar á ýmsum verkefnum.

Stillanlegt

Breytanlegt fyrir tvo efri leggi

Margir tengi punktar

Til viðbótar þá er í boði að hanna og framleiða aðra íhluti fyrir ECO hífibitana, til þess að leysa sérstakar þarfir eða óskir viðskiptavina.

PRENTA