OX hífibitar og hífibitakerfi
Hentug til að hífa miklar þyngdir með sérsniðnum hífibitakerfum

OX hífibitakerfin er hægt að setja saman á staðnum og eru með fjölmargar samsetningar á hífibitum sem eru frá 1 til 36 metra langir og með 9 til 1350 tonna hífigetu.
- Fáanlegt af lager frá framleiðanda allt að 170 tonna bitar eða kerfi.
- Hífibitarnir eru hannaðir og framleiddir í samræmi við núgildandi staðla.
- OX hífibitarnir eru minni og léttari en sambærilegir hífibitar með sömu hífigetu en frá flestum öðrum framleiðendum og þar af leiðandi sparast útgjöld í flutnings-, geymslu- og uppsetningarkostnaði.
- Auðvelt og fljótlegt í samsetningu í samræmi við leiðbeiningar í handbók.
- Þetta er bitakerfi, aðeins þarf að bæta við eða fjarlægja hluta þess til að laga nýjan hífibita að þínum þörfum fyrir hvaða verkefni sem er.
- Hægt er að sameina fjóra hífibita með sérhönnuðum OX-hornum og mynda með því ýmsar stærðir af rétthyrningum með hornunum til að lyfta á fjórum festipunktum. Hentar til að mynda vel þegar hífa á gáma.
- Hægt er að afhenda öll kerfi með viðeigandi lásum fyrir festipunkta. Til að mynda sérstaka vír-stroffulása þar sem álag er mikið á vírstoffum sem og til að hlífa vírstroffum fyrir skemmdum.
OX Worldwide er með DNV-Gl gæðavottun fyrir sína framleiðslu, sem sýnir að öll vinna er samkvæmt hæstu gæðastöðlum.

- DNV vottanir
- DNV GL staðall DNVGL-ST-0378. Staðall fyrir hífingar á láði og legi.
- DNV GL staðall DNVGL-ST-0377. Staðall fyrir skiptahífingar.


Hægt að setja að hámarki 5 millieiningar í hverja hífibitaeiningu upp að 170 tonnum og 6 millieiningar frá 250 tonnum og upp úr.


Hvaða stærð af hífibita þarf ég?
Taflan hér fyrir neðan sýnir leyfilegt vinnuálag að 30° og max 170 tonna þyngd og hvaða hífibitar henta hverju sinni. Ef hífa á meiri þyngdir þá eru sölumenn okkar tilbúnir að hjálpa við að finna hvaða bitar henta hverju verkefni fyrir sig

Leyfilegt vinnu álag (LVÁ) í tonnum miðað við 30° álagshorn á keðjusling.
OX ECO – Hífibitar
OX Worldwide ECO hífibitar eru hagkvæm lausn við hífingar. Ramminn af ECO hífibitum samanstendur af einni uppbyggingu með götum, miðlægum hífipunkti og tveimur dropatenglum í endunum. Úr því verður staðlaður hífingarbiti. Um leið og bitinn hefur verið samsettur, er fjölbreytt úrval af aukahlutum í boði sem hægt er að bæta við ECO hífibitann til lausnar á ýmsum verkefnum.

Stillanlegt

Breytanlegt fyrir tvo efri leggi

Margir tengi punktar

Til viðbótar þá er í boði að hanna og framleiða aðra íhluti fyrir ECO hífibitana, til þess að leysa sérstakar þarfir eða óskir viðskiptavina.
