Markúsarnet

Markúsarnetið er framleitt fyrir allar gerðir og stærðir báta og skipa og er hugsað sem björgunartæki til að ná manni úr sjó.

Markúsarnetið samanstendur af geymsluhylki fyrir netið, lyftilínum, neti, kastlínu og brjóstlykkju.

Einn maður á mjög auðvelt með að framkvæma björgun á manni úr sjó. Hægt er hvort heldur sem er að lyfta manni úr sjó með handafli eða með krana.

Netið býður upp á það að manni sé lyft upp úr sjó hvort heldur sem er í sitjandi, standandi eða láréttri stöðu.

Einnig er hægt að nota netið sem björgunarstiga.

VörunúmerLýsing
11635Markúsarnet MS-1 Standard
PRENTA