VeiðarFlottroll

Ísfell framleiðir flottroll fyrir veiðar á uppsjávarfiski. Við framleiðsluna er aðeins notað hágæða hráefni frá þekktum framleiðendum. Fyrirtækið er fljótt að tileinka sér allar nýjungar sem stuðla að betri árangri og endingu veiðarfæranna.

Trollin eru hönnuð af starfsfólki Ísfells, sem hefur áratuga reynslu af uppsetningum og meðhöndlun veiðarfæra. Trollin eru hönnuð með það fyrir augum að verja fiskinn, létt í drætti, sterkbyggð með góða endingu og auðveld í notkun. Trollin eru öll klæðskerasaumuð fyrir hvert skip eftir vélastærð og togkrafti. Við hönnun á trollunum er stuðst við reynslu og þekkingu, auk þess sem Ísfell hefur yfir að ráða öflugum tölvuforritum. Leitast er við að prófa trollin í tilraunatanki áður en þau fara í framleiðslu.

Ísfell hefur framleitt flottroll fyrir kolmunna-, síld-, loðnu- og makrílveiðar.

Helstu tegundir flottrolla:

Tanktilraunir – Sintef Hirtshals – Ísfell Semi Pelagic 834

Hermun í Iframer – Ísfell Semi Pelagic

Ísfell Semi Pelagic 834
Ísfell Semi Pelagic 834