VEIÐAR

Framúrskarandi þekking & þjónusta

Ísfell er eitt af leiðandi fyrirtækjum á sviði veiðarfæraþjónustu og sölu á útgerðar og björgunarvörum, hífilausnum og ýmsum rekstrarvörum. Þjónusta fyrirtækisins markast helst af góðu úrvali af gæðavörum, áreiðanleika gagnvart viðskiptavinum og frábæru starfsfólki með víðtæka þekkingu á sjávarútvegi. Okkar markmið er að vera leiðandi í hönnun og framleiðslu veiðarfæra ásamt því að bjóða fjölbreytt vöruúrval og sérhönnuð veiðarfæri.

Botntroll

Ísfell er eitt af leiðandi fyrirtækjum í framleiðslu og hönnun botnveiðarfæra.

Við bjóðum botntroll sem eru sérsniðin þörfum hvers og eins fyrir ólíkar aðstæður og fisk tegundir. Botntrollin eru hönnuð í öllum stærðum og gerðum hvort sem er fyrir eins, tveggja eða þriggja trolla veiðar. 

Botntroll Ísfells eru notuð við ólíkar aðstæður við Ísland, Grænland, Noreg, Barentshaf Canada, Nýfundnaland og Labrador.

Ísfell leggur áherslu á vöruþróun með áratuga reynslu starfsmanna, tölvu-hermun og neðansjávar myndatökum.

Okkar markmið er að þróa veiðarfæri með:

  • Góða veiðihæfni,
  • Að lámarka mótstöðu og sé létt í drætti.
  • Að viðhaldskostnaður sé í lágmarki

Nánari upplýsingar um botntroll hjá sölumönnum

Ísfell hefur verið leiðandi í hönnun og uppsetningu á rækjutrollum. Trollin eru sett upp úr besta fáanlega hráefni, hönnuð í samvinnu við skipstjóra og aðlöguð að viðkomandi skipi miðað við vélarstærð og spilbúnað, eins og lengd og þyngd á rockhopperlengju.

Rækjutroll frá Ísfelli eru notuð við Nýfundnaland, á Íslandsmiðum, í Barents-hafi og við Noreg af skipum frá Íslandi, Rússlandi, Þýskalandi, Noregi, Eistlandi, Lettlandi, Færeyjum og Kanada.

Í rækjuveiðum er lágmarkið fyrir möskvastærð 45 mm í vængjum vörpunnar og miðneti en 36 mm í pokanum. Ísfell býður “Ultra Cross” hnútalausa Dyneema netið frá Net Systems, sem hefur reynst frábærlega í rækjutrollum. Í belginn er 1,1mm 42-50mm möskvi mest notaður.

Ávinningur af því að nota svona net er margþættur, hægt er að nota stærra troll og spara samt olíu og netið endist lengur. Í aðra hluti trollanna er allt hráefni frá viðurkenndum framleiðendum sem eru þekktir fyrir gæði

Flottroll

Ísfell hannar framleiðir flottroll fyrir Loðnu, Síld og Makríl. Við framleiðsluna er aðeins notað hágæða hráefni frá þekktum framleiðendum.

Við hjá Ísfell erum fljót að tileinka okkur allar nýjungar í hönnun og efni sem stuðlar að betri árangri og endingu veiðifæranna. 

Trollin eru hönnuð af starfsfólki okkar, sem hefur áratuga reynslu af uppsetningum og meðhöndlun veiðarfæra. Trollin eru hönnuð með það fyrir augum að hámarka veiðigetu, vera létt í drætti, sterkbyggð með góða endingu og auðveld í notkun.

Flottrollin eru klæðskerasniðin fyrir hvert skip eftir vélastærð og togkrafti.

Þróun á undanförnum árum í nýjum hráefnum ásamt betri tækni í hönnun samanber tölvuhermum samhliða áratuga reynslu hefur vissulega skilað sér í betri árangri og endingu.

Ísfell hefur framleitt flottroll fyrir kolmunna-, síld- og makrílveiðar frá 312 metrum upp í 2208 metra tveggja báta troll fyrir skip með 500 – 10,000 hestafla vélar með góðum árangri. 

Ísfell hannar og framleiðir hágæða nætur til Loðnu, Síldar og Makrílveiða. Með áratuga reynslu í hönnun og handbragði er veiðarfærið hannað hverjum notanda til að standast ýtrustu kröfur.

Við framleiðslu eru notuð bestu fánlegu efni hverju sinni frá framleiðendum eins og net frá t.a.m. king-Chou og Garware. 

Starfsstöð okkar í Vestmannaeyjum sérhæfir sig í uppsetningum og viðgerðum á nótum, okkar megin markmið er, ÞEKKING – ÞJÓNUSTA – GÆÐI

Ísfell þjónar netaveiðum með gæða ein- og fjölgirnis netum sem henta til að mynda við veiðar á þorski, grásleppu og skötusel. Ísfell býður upp á saumfellingu á skötuselsnetum, grálúðunetum og grásleppunetum. Sömuleiðis er boðið upp á hefðbundna fellingu á þorskanetum og afskurð á öllum netum. 

Ísfell býður upp á öfluga þjónustu og gott úrval af útgerðavörum þar á meðal netniðurleggjara og netaspil. Netniðurleggjarar eru fáanlegir bæði eins og tveggja mótora. Höfum einnig varahluti á lager.

Ísfell er með umboð fyrir dragnótarmanillu frá norska fyrirtækinu Selstad, og er með hæstu markaðshlutdeild í dragnótarmanillu á Íslandi. Dragnótarmanilla er sérvara og pöntuð eftir þörfum viðskiptavina.