VEIÐAR

Framúrskarandi þjónusta

Þjónusta fyrirtækisins markast helst af góðu úrvali af gæðavörum, áreiðanleika gagnvart viðskiptavinum og frábæru starfsfólki með víðtæka þekkingu á sviði veiðifæra. Vöruúrval okkar er fjölbreytt, allt frá sigurnöglum og snurpuvírum til sérhannaðra trollneta.

Botntrollin eru sérsniðin þörfum hvers og eins og eru prófanir á veiðifærunum í svipuðum aðstæðum mikilvægur þáttur í þeirri þróun. Ísfell leggur ríka áherslu á það að mótstaða veiðarfærisins sé sem minnst þannig að þau séu sem léttust í drætti, veiðihæfni trollsins sé góð og að viðhaldskostnaður veiðarfærisins sé sem minnstur.

 Trollin er sérsniðin þörfum hvers og eins, nánari upplýsingar um botntroll hjá sölumönnum.

Ísfell er umboðsaðili fyrir Mustad Autoline, línukerfi. Mustad Autoline þróar og býður tæknilausnir fyrir línuútgerðir um allan heim. Autoline línuveiðar eru umhverfisvæn veiðiaðferð sem jafnframt varðveitir gæði fisksins. Mustad Autoline er sífell að þróa nýjar og framsæknar lausnir í þeirri viðleitni að tryggja að hærra hlutfall landaðra fiska sé veitt á línu.

Ísfell framleiðir flottroll fyrir allan veiðimennsku. Við framleiðsluna er aðeins notað hágæða hráefni frá þekktum framleiðendum. Við hjá Ísfell erum fljót að tileinka okkur allar nýjungar sem stuðla að betri árangri og endingu veiðifæranna. 

Trollin eru hönnuð af starfsfólki okkar, sem hefur áratuga reynslu af uppsetningum og meðhöndlun veiðarfæra. Trollinn eru hönnuð með það fyrir augum að vera létt í drætti, sterkbyggð með góða endingu og auðveld í notkun enn þau eru klæðskerasniðin fyrir hvert skip eftir vélastærð og togkrafti. 

Ísfell hefur framleitt flotroll fyrir kolmunna-, síld- og makrílveiðar frá 312 metrum upp í 2208 metra tveggja báta troll fyrir skip með 500 – 10,000 hestafla vélar með góðum árangri. 

Ísfell býður úrvals nótaefni frá King Chou í Kína, sem framleitt er úr hágæða hráefni, nylon 6 frá Formosa, ásmt PPC floti frá Vinycon í Chile með radar endurskini. Búið er að setja upp marga tugi hringnóta úr þessu efni með mjög góðum árangri enn starfstöð okkar í Vestmannaeyjum sérhæfir sig í uppsetningu nóta og viðgerðum.

Ísfell þjónar netaveiðum með gæða ein- og fjölgirnis netum sem henta til að mynda við veiðar á þorski, grásleppu og skötusel. Ísfell býður upp á saumfellingu á skötuselsnetum, grálúðunetum og grásleppunetum. Sömuleiðis er boðið upp á hefðbundna fellingu á þorskanetum og afskurð á öllum netum. 

Ísfell býður upp á öfluga þjónustu og gott úrval af útgerðavörum þar á meðal netniðurleggjara og netaspil. Netniðurleggjarar eru fáanlegir bæði eins og tveggja mótora. Höfum einnig varahluti á lager.

Ísfell er með umboð fyrir dragnótarmanillu frá norska fyrirtækinu Selstad, og er með hæstu markaðshlutdeild í dragnótarmanillu á Íslandi. Dragnótarmanilla er sérvara og pöntuð eftir þörfum viðskiptavina. 

Þessi síða styðst við vafrakökur