Ólafsfjörður

Pálsbergsgötu 1
Ísfell Ólafsfirði býður upp á veiðarfæraþjónustu á botntrollum, snurvoðum, rækjutrollum og rockhopper lengjum auk þess að bjóða upp á gott vöruúrval til smábátaveiða. Þjónustustöðin er vel tækjum búin og má finna inni á víraverkstæði 600 tonna vírapressu. Undanfarin ár hefur Ísfell flutt inn snjókeðjur frá Trygg í Noregi og hefur sala á snjókeðjum vaxið mikið til viðskiptavina víða um land. Ýmis önnur þjónusta er einnig til staðar og hluti af starfseminni, svo sem vörudreifing fyrir flutningafyrirtæki og útleiga á húsnæði fyrir t.d. hjólhýsi, báta og vagna. Útkallsþjónusta er í boði alla daga ársins.
Getum við aðstoðað?

Kristján Hauksson
Viðskipta & rekstrarstjóri - Togveiðarfæri og þjónusta