Ólafsfjörður

<<

Ísfell Ólafsfirði hefur undanfarna áratugi þjónustað útgerð af ýmsum toga í Ólafsfirði. Boðið er uppá þjónustu á botntrollum, snurvoðum, rækjutrollum og flottrollum.

Ísfell flutti í nýtt 400 fermetra húsnæði árið 2007 sem er vel útbúið til veiðarfæragerðar. Almenn veiðafæraþjónusta er undirstaða rekstrarins, víraverkstæði er vel tækjum búið með 600 tonna vírapressu og hopparapressu. Undanfarin ár hefur Ísfell flutt inn snjókeðjur frá Trygg í Noregi og hefur sala á snjókeðjum vaxið mikið til viðskiptavina víða um land. Ýmis önnur þjónusta er einnig hluti af starfseminni, svo sem vörudreifing fyrir flutningafyrirtæki og útleiga á húsnæði fyrir t.d. hjólhýsi, báta og vagna. Útkallsþjónusta er í boði alla daga ársins.

Starfsfólk

Enginn starfsmaður fannst

5200565

Getum við aðstoðað?

Ekki hika við að hafa samband við okkur með fyrirspurnir. Við erum ekkert nema þjónustuglöð, höfum gaman að því sem við gerum og gerum það vel.

Óseyrarbraut 28 | 220 Hafnarfjörður