FiskeldiLúsartjöld

Ísfell býður upp á lúsartjöld sem eru framleidd af Selstad AS úr hágæða efnum sem tryggja langan líftíma og langvarandi vernd geng sjólús. Lúsartjöldin eru fest á efri hluta pokans (5-10 metra dýpi) þar sem sjólúsalifrur flæða um. Lúsartjöldin virka sem hindrun fyrir laxalús og gætir þess að hún komist ekki inn í fiskeldisstofninn og sýki þar af leiðandi fiskinn.  Lúsartjöld vernda einnig gegn öðrum óæskilegum ögnum og lífverum. Tjöldin eru sérsniðin að þörfum viðskiptavina og eru aðeins notuð hágæða efni sem henta þeim aðstæðum sem fiskeldið stendur í.  

Ísfell býður upp á tvær tegundir af lúsatjödum, bæði lokuð og gegndræp tjöld.