StefnurStyrkir

Styrkir

Styrktarstefna Ísfells endurspeglar áherslur fyrirtækisins um samfélagslega ábyrgð og snýr að eftirfarandi flokkum:

Öryggis- og forvarnarstarf

Verkefni sem stuðla að forvörnum og öryggi í samfélaginu. Forvarnar- og öryggisstarf er viðfangsefni sem tekur stöðugum breytingum vegna samfélagsþróunar, nýrrar þekkingar og breyttra viðhorfa.

Umhverfismál

Umhverfis- og sjálfbærniverkefni sem stuðla að minni sóun, endurvinnslu, nýtingu auðlinda, sjálfbærni, vistvæna þróun og loftslagsmál.

Góðgerðarmál

Stuðningur við mannúðar- og góðagerðarsamtök.

Styrktarsjóður Ísfells styrkir ekki trúfélög, stjórnmálaflokka, ferðalög einstaklinga eða félaga, verkefni sem byggjast á persónulegum hagsmunum eða viðskiptatengslum.

Upphæðir styrkja ráðast af áherslum, verkefnum og fjölda umsókna hverju sinni. Ósk um styrktarbeiðni skal senda á eftirfarandi netfang: erna@isfell.is