Tilgangur
Tilgangur stefnunnar er að setja skýrar leiðbeiningar og stjórnunarúrræði til að tryggja að Ísfell ehf (“Ísfell”) og tengdir aðilar fylgi öllum viðeigandi lögum, reglum og stöðlum gegn mútum og spillingu. Stefna þessi undirstrikar skuldbindingu fyrirtækisins til að stunda viðskipti af heilindum, með heiðarleika, gegnsæi og samfélagslegri ábyrgð að leiðarljósi.
2. Gildissvið
Stefnan á við alla starfsmenn, stjórnendur, ráðgjafa, verktaka, umboðsmenn og aðra þriðja aðila sem starfa fyrir eða í þágu Ísfells, óháð staðsetningu fyrirtækisins.
3. Stefnu yfirlýsing
Ísfell skuldbindur sig til að stunda viðskipti af heilindum, heiðarleika og sanngirni. Fyrirtækið hefur núll þol fyrir mútum, spillingu og greiðslum sem ætlaðar eru til að hraða á aðgerðum. Allir sem tengjast Ísfelli skulu starfa á faglegan og siðferðilegan hátt í öllum viðskiptum.
4. Lög og reglur
- Allir starfsmenn og tengdir aðilar skulu fara eftir öllum viðeigandi lögum gegn mútum og spillingu þar sem fyrirtækið starfar.
- Starfsmenn skulu viðhalda skilningi á lögum og reglum sem tengjast þeirra starfi.
- Ef vafi leikur á lögmæti aðgerðar skal leita ráðgjafar hjá lögfræðingi fyrirtækisins áður en aðgerð er framkvæmd.
- Starfsmenn bera ábyrgð á að koma í veg fyrir brot og tilkynna yfirstjórn ef grunur vaknar um brot á lögum eða reglum.
5. Skilgreining á mútum
- Mútur eru þegar aðila er boðið, gefið eða lofað einhverju verðmæti til að hafa áhrif á athöfn, ákvörðun eða hegðun einstaklings í traustsstöðu.
- Mútugreiðsla getur verið peningur, gjöf, greiði, þjónusta eða annað verðmæti sem ætlað er að hafa óeðlileg áhrif á viðskiptaniðurstöðu.
- Beiting múta, beint eða í gegnum þriðja aðila, er stranglega bönnuð.
6. Gjafir, gestrisni og skemmtanir
- Venjulegar og hóflegar gjafir eða gestrisni eru leyfðar, ef þær:
- Eru ekki ætlaðar til að hafa áhrif á viðtakanda til að fá eða viðhalda viðskiptum.
- Gefa ekki í skyn að væntanlegt greiði eða uppbót sé áætlað.
- Fylgja staðbundnum lögum.
- Eru gefnar í nafni fyrirtækisins, ekki einstaklings.
- Eru viðeigandi að tegund, verði og tíma.
- Eru opnar og gegnsæjar.
- Gjafir eða gestrisni til eða frá stjórnmálamönnum, opinberum starfsmönnum eða stjórnmálaflokkum krefjast samþykkis frá framkvæmdarstjóra.
- 7. Pólitískar og góðgerðarframlög
- Framlög til stjórnmálaflokka, stjórnmálamanna eða frambjóðenda eru bönnuð nema með skýru samþykki framkvæmdarstjóra og í samræmi við lög.
- Góðgerðarframlög skulu vera gegnsæ, skráð á réttan hátt og má ekki nota sem leið til að fela mútu.
- Ísfell fylgir eftir styrktarstefnu sem birt er opinberlega á heimasíðu fyrirtækisins.
8. Ábyrgð
- Allir starfsmenn bera ábyrgð á að kynna sér og fylgja stefnu þessari.
- Grunur um brot eða áhyggjur skulu tilkynntar til framkvæmdarstjóra eða stjórnar.
- Stjórendur skulu stuðla að fylgni innan sinna teymis og tryggja að starfsmenn fái viðeigandi þjálfun.
9. Tilkynning og vernd uppljóstrara
- Ísfell hvetur til að tilkynna áhyggjur af heilindum án ótta við hefnd.
- Allar tilkynningar skulu berast til öryggisnefndar Ísfells, vera rannsakaðar fljótt og á viðeigandi hátt til að vernda uppljóstrara.
10. Agabrot og refsingar
- Brot á stefnu þessari getur leitt til agabrota, þar með talið uppsagnar eða lokunar ráðningarsamninga.
- Brot geta einnig verið refsiverð; í slíkum tilvikum mun Ísfell tilkynna málið til lögreglu eða viðeigandi stjórnvalda.
11. Skráning gagna
- Nákvæm skráning á viðskiptum, gjöfum og gestrisni skal haldið í samræmi við ferla fyrirtækisins.
- Öll reikningsskráning og fjármálaskjöl skulu endurspegla raunverulega eðli viðskipta.
12. Þjálfun og miðlun
- Ísfell mun veita reglulega þjálfun í siðferði gegn mútum og spillingu fyrir alla starfsmenn og tengda aðila.
- Stefna þessi og breytingar á henni verða miðlaðar til allra starfsmanna til að tryggja skilning og fylgni.
13. Eftirlit og endurskoðun
- Framkvæmdarstjóri Ísfells og stjórn bera ábyrgð á eftirliti með fylgni við stefnu þessa.
- Stefna þessi verður endurskoðuð á 3 ára fresti og uppfærð eftir þörfum til að endurspegla lagabreytingar, reglugerðir og bestu starfsvenjur.