Jafnréttisáætlun
Jafnréttisáætlun Ísfells byggir á lögum nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Áætlunin, sem einnig inniheldur jafnlaunastefnu fyrirtækisins, var samþykkt af stjórn fyrirtækisins 01.12.2021 og skal endurskoðuð á þriggja ára fresti sbr. 5 gr. laganna. Áætlunin tekur gildi þegar Jafnréttisstofa hefur samþykkt hana og er aðgengileg á heimasíðu www.Ísfell.is
Jafnlaunastefna
Jafnlaunastefna Ísfells kveður á um markmið og aðgerðir til að tryggja konum og körlum og fólki með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá jöfn laun og sömu kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Með jöfnum launum er átt við að laun skulu ákveðin á sama hátt fyrir fólk óháð kyni. Skulu þau viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðun ekki fela í sér kynjamismun (6. gr. laga nr. 150/220).
Ísfell framfylgir jafnlaunastefnu sinni með eftirfarandi aðgerðum:
- Innleiðir og viðheldur jafnlaunastjórnunarkerfi í samræmi við kröfur staðalsins ÍST 85.
- Öðlast jafnlaunavottun í samræmi við 7. gr. laga nr. 150/220.
- Framkvæmd árleg launagreining og niðurstöður kynntar fyrir starfsfólki.
- Brugðist við með úrbótum og eftirliti ef kröfur staðalsins eru ekki uppfylltar.
- Árleg rýni stjórnenda þar sem jafnlaunamarkmið eru sett fram.