FISKELDI

Fiskeldisbúnaður í úrvali

Ísfell hannar, framleiðir og selur búnað í samstarfi við Selstad AS og Garware technical fibres Lmt. allar gerðir fiskeldispoka, fuglanet og kastnætur að óskum og þörfum kaupanda. Einnig framleiða þeir segl og dúka, skugganet til notkunnar fyrir fiskeldi. Bjóðum úrvals viðurkennd net og tóg ásamt öðrum búnaði til notkunnar í eldispoka, leggjum áherslu á gæði og finnum góðar lausnir að þörfum viðskiptavina

Allt fyrir fiskeldi

Ísfell býður upp á sjófestibúnað ásamt breiðu úrvali af tógi, lásum og öðrum íhlutum fyrir fiskeldi sem og sérhæfðum vörum fyrir kræklingaeldi.

Bjóðum úrvals viðurkennd net og tóg ásamt öðrum búnaði til notkunar í eldispoka, leggjum áherslu á gæði og finna góðar lausnir að þörfum viðskiptavinarins. 

Erum umboðsaðilar fyrir LiftUP AS og Polyform AS.

Gæði sem þú getur treyst

Þróun og prófanir í efnisvali skiptir miklu máli, framleiðendur okkar uppfylla allar kröfur markaðarins á hverjum tíma og fylgja þeim reglum og stöðlum sem eru í gildi hverju sinni. Allir pokar eru upprunamerktir og vottaðir samkvæmt NS9415 og þeim fylgir notandahandbók ásamt 0 Class greiningu ef þörf krefur.

Eigum til flestan búnað til botnfestibúnaðs, annað er sérvara og er pöntuð eftir þörfum viðskiptavina frá Selstad og fleiri birgjum. Selstad getur framkvæmt botngreiningu festinga ásamt boðið upp á ráðgjöf að vali á búnaði hverju sinni fyrir hluta eða allt kerfi.

Teikningar og drög fyrir skipulagsstigið, að óskum og þörfum viðskiptavinar ásamt niðurstöðum úr staðarskýrslu. Allur botnfestibúnaður er vottaður samkvæmt NS9415. 

Flotkvíar og LiftUP

Leitum eftir tilboðum fyrir sérpantanir. Nánari upplýsingar má finna hjá sölumönnum okkar í Hafnafirði.

LiftUp hreinsunarkerfi fyrir botnfall og dauðfisk úr botni poka, þróað til að auðvelda og hraða losun í huga.

Búnaður stendur af botneiningu, barka og loftslöngu og aðskilnaðarkassa á bát sem er hluti af einingunni, loftpressa er notuð fyrir búnaðinn.