FiskeldiEldispokar

Eldispokar

Ísfell selur fiskeldispoka í öllum stærðum og gerðum allt eftir þörf viðskiptavinarins og ráðleggingum sérfræðinga. Pokarnir eru hannaðir, þróaðir og framleiddir í samstarfi við Selstad AS. Hönnun fiskeldispoka tekur meðal annars mið af nauðsynlegu ummáli, dýpi, fiskitegund og stærð hennar. Mikil áhersla er lögð á viðeigandi efnisval fyrir þá sem meðhöndla fiskinn og því fer fram stöðug þróun og prófanir á efnisvali og fylgja því allir okkar framleiðendur kröfum markaðarins og fylgja þeim reglum og stöðlum sem eru í gildi hverju sinni. Allir pokar eru upprunamerktir og vottaðir samkvæmt NS9415, ásamt greiningu á áhættu og stærðarflokk. 

Ísfell býður upp á fiskeldispoka í eftirfarandi efnum: 

Þjónusta við eldispoka

Árið 2019 reisti Ísfell eina fullkomnustu þjónustustöð fyrir þvott og yfirferð á fiskeldispokum við höfuðstöðvar sínar. Þjónustustöðin uppfyllir kröfur fyrir fiskeldi NS9415. Starfsemin er úttekin og vottuð af DNV-GL. Þar tekur fyrirtækið við fiskeldispokum þegar þeir eru búnir að vera í sjó og notkun lokið. Eftir þvott og sótthreinsun eru pokar og íhlutir þess skoðaðir gaumgæfilega, slitpróf framkvæmd og pokarnir viðgerðir ef þörf þykir. Möguleiki er á böðun með sæfivörnum til að verja net og lengja líftíma. Að lokum er pokinn pakkaður og ástandsmat útgefið fyrir afhendingu eða pokinn settur í geymslu fyrir áframhaldandi notkun. Í fiskeldi er afar mikilvægt að halda netunum í kvíunum hreinum, þannig að slý og annar sjávargróður safnist ekki upp og skerði ekki flæði súrefnis.