Ísfells fótreipistrollin eða blöðru trollin (Balloon trawl) sem við köllum, eru létt í drætti, með langa vængi og grannt fótreipi sem liggur þétt að fiskilínunni til þess að hámarka veiðigetu. Þau eru sérstaklega útbúin fyrir veiðar á flatfiski og yfirleitt dregin í grunnum sjó, á mjúkum leir eða sand botni. Trollin eru klæðskera saumuð fyrir hvert og eitt skip með gerð og togkraft í huga.