Ísfell Arctic er sérsniðið að þörfum hvers og eins. Hermun veiðarfærana í samlíki er mikilvægur þáttur í þróun. Efnisval er mikilvægur þáttur í hönnun og er í boði ný kynslóð af Compact PE og Dyneema neti. Netið er hannað með sérstakri áherslu á aukið núningsþol og aukinn slitstyrk. Eftir því sem slitstyrkur trollefnis eykst aukast möguleikar á því að nota grennra efni og þar með að létta trollin í drætti. Ísfell Arctic netin eru notuð til alhliða veiða á bolfiski.
Tanktilraunir – Sintef Hirtshals – Ísfell Arctic
Hermun í Iframer – Ísfell Arctic



