VeiðarDragnót / Snurvoð

Dragnótaveiðar eru yfirleitt framkvæmdar fyrir þorsk, ýsu og flatfiskaveiðar. Við veiðarnar er notað dragnót sem samanstendur af pokalaga belg úr neti og út frá honum liggja stórir vængir. Frá vængjunum liggja svo dragstrengir sem ýta við fisknum og smala í netið. Fótreipi / Rockhopper er staðsett neðst á dragnótinni og þyngir dragnótina.

Veiðafærin eru hönnuð með það að leiðarljósi að þau:

· Hámarki veiðigetu
· Séu létt í drætti
· Séu auðveld í notkun
· Séu sterkbyggð og með góða endingu

Dragnótatóg

Dragnótatógin frá Selstad eru vinsælustu tóg sem notuð eru við Íslandsstrendur og hafa reynst afar vel. Dragnótatógin eru klæðskerasniðin að hverjum notenda, slitsterk og endast vel.