Veiðar /

Rækjutroll

Ísfell hefur verið leiðandi í hönnun og uppsetningu á rækjutrollum. Trollin eru sett upp úr besta fáanlega hráefni, hönnuð í samvinnu við skipstjóra og aðlöguð að viðkomandi skipi miðað við vélarstærð og spilbúnað, eins og lengd og þyngd á rockhopperlengju.
Rækjutroll frá Ísfelli eru notuð við Nýfundnaland, á Íslandsmiðum, í Barents-hafi og við Noreg af skipum frá Íslandi, Rússlandi, Þýskalandi, Noregi, Eistlandi, Lettlandi, Færeyjum og Kanada.
Í rækjuveiðum er lágmarkið fyrir möskvastærð 45 mm í vængjum vörpunnar og miðneti en 36 mm í pokanum. Ísfell býður “Ultra Cross” hnútalausa Dyneema netið frá Net Systems, sem hefur reynst frábærlega í rækjutrollum. Í belginn er 1,1mm 42-50mm möskvi mest notaður.