Streamline

<<

Þetta er Streamline

Streamline trollið er þróað af Selstad AS í Noregi og hefur reynslan af því verið mjög góð. Helstu einkenni þessa nýja trolls felast í breyttri hönnun á framhluta og belg trollsins, ásamt breyttri efnisnotkun. Hönnunin miðar að betri opnun bæði lóðrétt og lágrétt, góðri sjótæmingu og sjóflæði í belg og lítilli ánetjun.

Í trollið er notuð ný kynslóð af Compact PE neti. Netið er hannað með sérstakri áherslu á aukið núningsþol og aukinn slitstyrk. Eftir því sem slitstyrkur trollefnis eykst aukast möguleikar á því að nota grennra efni og þar með að létta trollið í drætti. Trollið er einfalt að allri gerð og öll vinna við það því auðveld fyrir áhafnir fiskiskipa. Á trollið eru notaðar 9,5 tommu trollkúlur sem eru straumlínulaga.

Getum við aðstoðað?

Ekki hika við að hafa samband við okkur með fyrirspurnir. Við erum ekkert nema þjónustuglöð, höfum gaman að því sem við gerum og gerum það vel.

Óseyrarbraut 28 | 220 Hafnarfjörður