Seiðaskilja
Ísfell er aðal framleiðandi og hönnuður varðandi seiðaskiljur í rækjutroll á Íslandi. Skiljurnar eru úr rústfríu stáli eða plasti, með 22 mm eða 19 mm rimlabili, eftir því hvar þær eru notaðar. Skiljan er uppsett í nethólk af ákveðinni lengd og með 48-50 gráðu halla. Skilja er notuð af öllum rækjuskipum í dag, til þess að sleppa út fiski sem ekki er kvóti fyrir og er því mjög umhverfisvæn varðandi karfaseiði og seiði annarra botnfiska.
Smárækjuskilja
Ísfell býður smárækjuskilju sem hefur sömu eiginleika og venju-leg seiðaskilja en síar líka út smárækju. Í smárækjuskiljunni eru tvær grindur í stað einnar í seiðaskilju. Sett er minni grind fyrir aftan þá stærri og er hún með 7 – 9 mm rimlabili, þar síast smárækjan út en sú stærri fer aftur í poka.
ÍSETNING OG FRÁGANGUR Á SKILJUM
Það er nákvæmniverk að ganga frá seiða- og smárækjuskiljum. Skiljurnar þurfa að vera með réttum halla miðað við stöðu belgsins og festast á réttan hátt svo þær virki rétt og uppfylli jafnframt lög og reglugerðir um frágang á slíkum búnaði