Mustad deepsea kerfi

<<

Kynntu þér kostina

Nýjasta kynslóð Autoline DeepSea er gjarnan sett upp í bátum sem eru 22 m langir eða lengri. Leggur og dregur 30-65.000 króka á dag.
Sjá nánar á bls. 116-126

• Fyrsta flokks fiskur – hámarksvirði
• Fersk beita – betri afli
• Hátt hlutfall beitningar
• Aukinn fjöldi króka lagður og dreginn
• Ekki eins mannaflsfrek vinna
• Aukið öryggi um borð
• Ánægð áhöfn
• Reynslumikill og margreyndur birgir
- tækni, þjálfun, þjónusta og viðhald
• Lítið viðhald og lágur viðhaldskostnaður
• Lágmarksáhrif á umhverfið
• Sértæk, og sjálfbær veiðiaðferð
• Engar skemmdir á hafsbotni

Eiginleikar

Lagning, dráttur og geymsla:
Skipta má veiðiferlinu í línulagningu og línudrátt. KerFIð býður einnig upp á vélrænt geymslukerfi fyrir króka og línur.

Línulagning 2-4 krókar á sekúndu:
Um leið og fyrstu belgirnir og akkerin fara frá borði rennur línan frá rekkanum í gegnum beitningavélina. Hraði báts við lagningu getur verið á bilinu 6 til 10 hnútar (2-4 krókar á sekúndu), eftir því hve langt er á milli króka. Sérhannað beitningakerfi tryggir áreiðanlega beitningu hvers króks sem rennur í gegn, óháð hraða við lagningu. Einn maður sinnir beitningavélinni með því að mata hana á beitu. LineController beituvakinn er sérstaklega hannað tölvukerfi sem dregur línuna í gegnum beitningavélina á stöðugum hraða og hefur eftirlit með lagningarferlinu og beitningarhlutfallinu.

Línudráttur:
Línuspil sér um að draga línuna um borðstokksrúllu og í gegnum krókahreinsi. Fiskarnir eru slitnir frá rétt fyrir framan krókahreinsinn. Afdragari einfaldar dráttarferlið og minnkar álagið á aðra þætti kerfisins. Skipstjórinn stýrir og fylgist með drættinum í gegnum myndavélar og LineController.

Rekkakerfi fyrir króka og línur:
Uppstokkarinn er samstilltur við línuspilið og aðskilur krókana og taumana hratt og örugglega frá aðallínunni og færir á rekka. Línan er dregin með dráttarskífu á meðan krókarnir fara á braut sem stýrir þeim á rekka þar sem hægt er að laga króka eða skipta þeim út.

Sigurður Óli Þórleifsson

5200592

Getum við aðstoðað?

Ekki hika við að hafa samband við okkur með fyrirspurnir. Við erum ekkert nema þjónustuglöð, höfum gaman að því sem við gerum og gerum það vel.

Óseyrarbraut 28 | 220 Hafnarfjörður