Lukkutroll

<<

Mest notaða rækjutrollið á íslandsmiðum

Lukkutroll hefur reynst mjög vel á Íslandsmiðum og er í fararbroddi við rækjuveiðar við Ísland. Trollið hefur verið í stöðugri þróun síðustu ár og hafa hönnuðir Ísfells í samstarfi við skipstjórnarmenn hannað troll sem hentar einkar vel við íslenskar aðstæður. Lukkutrollið er það troll sem er hvað vinsælast hjá íslenskum skipstjórnarmönnum, það er endingargott og létt í drætti. Trollið er sett upp úr Compact neti sem gerir mögulegt að nota grennra garn í trollið án þess að minnka slitog núningsþol netsins. Í nýjustu útfærslunni af Lukkutrolli er belgur settur upp úr hnútalausu Dyneema neti. Sjá frekari upplýsingar í vörulista eða hjá sölumanni.

Kári Páll Jónasson

5200555

Getum við aðstoðað?

Ekki hika við að hafa samband við okkur með fyrirspurnir. Við erum ekkert nema þjónustuglöð, höfum gaman að því sem við gerum og gerum það vel.

Óseyrarbraut 28 | 220 Hafnarfjörður