BotntrollBacalao

Bacalao

Bacalao troll hafa sannað sig vel í gegnum tíðina og hafa reynst vel við flestar gerðir fiskveiða og við nánast hvaða aðstæður sem er. Hönnunin á trollinu miðar að því að viðhaldskostnaður þess sé sem minnst og að veiðarnar séu sem hagkvæmastar.

Bacalao trollin eru fjölhæf og henta vel fyrir veiðar á nánast öllum botnfisktegundum. Þau eru efnismikil og sitja vel. Trollin henta vel hvort sem dregin eru eitt eða tvö troll samtímis. Í Bacalao trollin er mest notað hefðbundið PE, Compact PE og Dyneema net. Helstu breytingar á Bacalao trollum síðastliðin ár, er aðallega efnisþátturinn. Nýtt Compact net hefur tekið við af hefðbundnu PE neti. Þannig hefur verið hægt að grenna netið og minnka mótstöðu trollanna sem gerir þau léttari í drætti, án þess að það komi niður á slitstyrk og núningsþoli trollanna. Þá hafa straumlínulöguðu trollkúlurnar ásamt Dyneema tógi í höfuðlínu breytt miklu til hins betra í trollunum.