Humartroll

<<

Eins og tveggja belgja troll sniðin að þörfum notenda

Í humarvörpu er lágmarksmöskvastærðin 135 mm í miðneti og 80 mm í öðrum hlutum vörpunnar. Humartrollin eru hönnuð og þróuð í samráði við skipstjórnarmenn. Meðal algengra humartrolla sem Ísnet setur upp má nefna troll af gerðinni Albatross og Gaflari. Stærri skipin eru mörg hver útbúin þannig að þau draga tvö troll.

Tveggja belgja humartroll hafa fjölmarga kosti fram yfir troll með einum belg:

• Trollið fiskar meira en troll með einum belg.
• Fótreipið situr mun betur við botninn.
• Trollið gefur meiri ummálsopnun en troll með einum belg
án þess að vera þyngra í drætti.
• Trollið fiskar lengur og meira þegar afli er mikill.
• Það fer miklu betur með aflann að hafa tvo poka heldur en einn,
humarinn skelbrotnar minna og minna sér á fiski sem kemur sem meðafli.

Oddgeir Oddgeirsson

5200545

Getum við aðstoðað?

Ekki hika við að hafa samband við okkur með fyrirspurnir. Við erum ekkert nema þjónustuglöð, höfum gaman að því sem við gerum og gerum það vel.

Óseyrarbraut 28 | 220 Hafnarfjörður