ANGCOS

<<

Rækjutroll við allar aðstæður, sjá nánar í vörulista á bls. 147-148

Ísfell hefur verið leiðandi í hönnun og upp-setningu á rækjutrollum. Trollin eru sett upp úr besta fáanlega hráefni, hönnuð í samvinnu við skipstjóra og aðlöguð að viðkomandi skipi miðað við vélarstærð og spilbúnað, eins og lengd og þyngd á rockhopperlengju. Rækjutroll frá Ísfelli eru notuð við Nýfundnaland, á Íslandsmiðum, í Barents-hafi og við Noreg af skipum frá Íslandi, Rúss-landi, Þýskalandi, Noregi, Eistlandi, Lettlandi, Færeyjum og Kanada.
Í rækjuveiðum er lágmarkið fyrir möskvastærð 45 mm í vængjum vörpunnar og miðneti en 36 mm í pokanum. Ísfell býður “Ultra Cross” hnútalausa Dyneema netið frá Net Systems, sem hefur reynst frábærlega í rækjutrollum. Í belginn er 1,1mm 42-50mm möskvi mest notaður. Ávinningur af því að nota svona net er marg-þættur, hægt er að nota stærra troll og spara samt olíu og netið endist lengur. Í aðra hluti trollanna er allt hráefni frá viðurkenndum framleiðendum sem eru þekktir fyrir gæði.

AngCos rækjutrollin hafa reynst mjög vel og eru notuð við rækjuveiðar víðsvegar um heiminn. Helstu eiginleikar AngCos trollana frá Ísfelli er að þau eru sterk, endingargóð og létt í drætti. Trollin eru oftast sett upp úr Compact neti með hnútalausu dyneema neti í belg. Með því er hægt að nota grennra net sem minnkar viðnám trollsins. Á trollin eru svo notaðar straumlínulagaðar trollkúlur (hydro dynamic) sem kljúfa
sjóinn betur en hefðbundnar trollkúlur. Rokkhopper lengjurnar eru rúllandi til að að lágmarka mótstöðu við botninn og minnka viðnám. Ávinningur af þessu er margþættur. Hægt er að
nota stærra troll með sama álagi á vél ásamt því að ending og virkni trollsins verður betri.

Kári Páll Jónasson

5200555

Oddgeir Oddgeirsson

5200545

Getum við aðstoðað?

Ekki hika við að hafa samband við okkur með fyrirspurnir. Við erum ekkert nema þjónustuglöð, höfum gaman að því sem við gerum og gerum það vel.

Óseyrarbraut 28 | 220 Hafnarfjörður