Verkstjóri á netaverkstæði

Við leitum að öflugum verkstjóra á netaverkstæði sem er tilbúinn að bætast í hóp öflugra starfsmanna netadeildar Ísfells í Hafnafirði. Lögð er áhersla á jákvætt hugarfar og metnað fyrir því að veita framúrskarandi þjónustu. Um er að ræða framtíðarstarf og 100% starfshlutfall.

Helstu verkefni verkstjóra á netaverkstæði er umsjón með mannauð á netaverkstæðinu, skipulag og eftirlit með helstu verkefnum og smíði á veiðifærum.

Menntun- og hæfniskröfur:

  • Þekking/ reynsla af sjómennsku eða netagerð kostur
  • Þekking/reynsla af vinnu í sjávarútvegi kostur
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Mjög góð færni í mannlegum samskiptum
  • Skiplagshæfileikar og frumkvæði í starfi
  • Stundvísi, jákvæðni og heiðarleiki í starfi

Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á Oddgeir á netfangið oddgeir@isfell.is fyrir 5 maí n.k. 

Getum við aðstoðað?

Ekki hika við að hafa samband við okkur með fyrirspurnir. Við erum ekkert nema þjónustuglöð, höfum gaman að því sem við gerum og gerum það vel.

Óseyrarbraut 28 | 220 Hafnarfjörður