ÚTGERÐ

Mustad Autoline

Mustad Autoline þróar og býður tæknilausnir fyrir línuútgerðir um allan heim. Autoline línuveiðar eru umhverfisvæn veiðiaðferð sem jafnframt varðveitir gæði fisksins. Mustad Autoline er sífellt að þróa nýjar og framsæknar lausnir í þeirri viðleitni að tryggja að hærra hlutfall landaðra fiska sé veitt á línu.

Frá hefðbundnum línuveiðum yfir í Autoline vélbeitta línu
Öll meðhöndlun línuveiðarfæra var að fullu handvirk þar til á áttunda áratugnum þegar Mustad hóf að þróa Mustad Autoline kerfið til að vélvæða veiðarnar að stórum hluta. Í dag þarf mun færri við veiðarnar en kerfið sér um marga þætti ferilsins, s.s. beitningu (einn mann þarf til að mata beitningavélina), línulagningu, línudrátt og krókahreinsun auk þess að stokka up þegar línan er dreginn og halda skal í land. Þetta sparar vinnua og tryggir gæði aflans og hagkvæmari veiðar.

Leiðandi á markaði á heimsvísu
Mustad Autoline beitningavélakerfin hafa nú verið sett upp í 700 báta víðs vegar um heiminn og fyrirtækið er leiðandi afl á markaðnum. 

Getum við aðstoðað?

Ekki hika við að hafa samband við okkur með fyrirspurnir. Við erum ekkert nema þjónustuglöð, höfum gaman að því sem við gerum og gerum það vel.

Óseyrarbraut 28 | 220 Hafnarfjörður