Hafnarfjörður

Í Hafnarfirði er rekið fullkomið netaverkstæði, þar sem aðaláhersla er lögð á framleiðslu og þjónustu við flottroll og botntroll af öllum stærðum og gerðum. Hjá Ísneti Hafnarfjarðar er rekin rockhopper þjónusta og eitt af fullkomnustu víraverkstæðum landsins.

Þorlákshöfn

Ísfell Þorlákshöfn býður allar helstu útgerðar-vörur, björgunarvörur og rekstrarvörur. Í starfsstöðinni er rekin alhliða veiðarfæragerð með víraverkstæði og verslun. Megin áhersla er lögð á uppsetningu og viðgerðir á dragnótum, humartrollum og fiskitrollum ásamt öflugri þjónustu við fellingu og afskurð á netum. Þar að auki er veitt öll þjónusta við rockhopperlengjur og fótreipi.

Vestmannaeyjar

Ísfell Vestmannaeyjar býður allar helstu útgerðarvörur, björgunarvörur og rekstrar-vörur. Í starfsstöðinni er rekið eitt stærsta og fullkomnasta nótaverkstæði á landinu í 2.500 m2 húsnæði, með 4.200 m3 veiðarfærageymslu. Þar er alhliða veiðar-færagerð með víraverkstæði og verslun. Megin áhersla er lögð á uppsetningu og viðgerðir á nótum og flottrollum, humartrollum, fiskitrollum og dragnótum.

Húsavík

Ísfell Húsavík býður allar helstu útgerðar-vörur, björgunarvörur og rekstrarvörur. Þar er rekin veiðarfæragerð með víra-verkstæði og verslun. Í veiðarfæragerðinni er megin áhersla lögð á fiskitroll og rækjutroll, þ.e. bæði viðgerðir og uppsetningu á nýjum trollum. Þar að auki er veitt öll þjónusta við rockhopperlengjur.

Akureyri

Hjá Ísfelli Akureyri eru boðnar allar helstu útgerðarvörur, björgunarvörur og rekstrar-vörur. Þar er rekin fullkomin veiðarfæragerð með víraverkstæði og verslun. Í veiðarfæragerðinni er megin áhersla lögð á viðgerðir og uppsetningu á fiskitrollum, rækjutrollum, flottrollum, og fiskeldisvörur. Þar er veitt öll þjónusta við rockhopperlengjur og rekið fullbúið víraverkstæði.

Ólafsfjörður

Ísfell Ólafsfirði hefur undanfarna áratugi þjónustað útgerð af ýmsum toga í Ólafsfirði. Boðið er uppá þjónustu á botntrollum, snurvoðum, rækjutrollum og flottrollum. Ísfell flutti í nýtt 400 fermetra húsnæði árið 2007 sem er vel útbúið til veiðarfæragerðar. Almenn veiðafæraþjónusta er undirstaða rekstrarins, víraverkstæði er vel tækjum búið með 600 tonna vírapressu og hopparapressu. Undanfarin ár […]

Sauðárkrókur

Ísfell Sauðárkrókur býður allar helstu útgerðarvörur, björgunarvörur og rekstrar-vörur. Í starfsstöðinni er jafnframt rekin veiðarfæragerð og verslun. Þar er aðallega unnið við fiski- og rækjutroll ásamt annarri þjónustu við veiðarfæri, þar á meðal þjónustu við rockhopperlengjur og alhliða víravinnu.